23.04.2009 05:28

Sumardagurinn fyrsti.


   Gleðilegt sumar ágætu síðugestir og takk fyrir veturinn.

 Þó ekki frysi saman sumar og vetur  er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.
Hér er stafalogn, sól,  og hiti eftir því.


  Lambakóngsarnir eru orðnir hinir státnustu og bíða óþreyjufullir eftir að komast út..

  Nú er að koma litur á túnin , aðeins lítilsháttar  klaki í jörð enn og allt lítur vel út.

 Von er á sáðbygginu í sveitina í dag og síðan styttist hratt í, að einhverju af því verði komið í jörðina.

 Í gær og í dag er verið að flytja að skeljasand,  fyrir þá akra þar sem þarf aðeins að hressa upp á sýrustigið.

  Smiðirnir mínir tímdu ekki að sleppa svona góðu veðri og því glymja hamarshöggin um sveitina í logninu.
 Annar þeirra, sem ekki vissi hvað hann átti að kjósa í fyrradag, kaus í gær svo nú verður dagurinn tekinn í að sannfæra hann um að hann hafi gert vitleysu. Hann getur nefnilega enn kosið"rétt" en það getið þið ekki á sunnudaginn. Eins gott að þið vitið hvað þið eruð að gera.



 Atli frændi er nýbúinn að henda klafadraslinu undan Toyotunni og setja alvöru hásingu svo maður er ósköp lítill við þetta fjallaferðadót.

  Já þetta lítur allt vel út og þessi kreppa sem allir eru að tala um er nú bara eitthvað fár, gert af mannavöldum og ekkert annað að gera en vinda ofan af því.


Bara að það hefði nú verið boðið upp á eitthvað lið í kosningunum sem maður treysti til þess.emoticon

En tengdamamma er búin að taka stefnuna. Henni verður ekki breytt.emoticon





Flettingar í dag: 2105
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433033
Samtals gestir: 39935
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:17:25
clockhere