20.04.2009 18:13

Hvað eigum við að kjósa , Svanur?


  spurðu iðnaðrmennirnir mínir þegar þeir settust inn í hádeginu einn daginn.

  Ég leit á þá í forundran, því ég vissi að annar var gamalgróinn sjálstæðismaður og kunni ekki að kjósa annað. Hinn var gamall allaballi sem lenti síðan í VG.

 Sjálfstæðismaðurinn sagði síðan aðspurður ekki geta hugsað sér að kjósa flokkinn sinn eftir það sem á undan var gengið og nú væri hann í vandræðum. Helst kæmu VG til greina en hann ætti erfitt með að styðja þingmannsefni listans í kjördæminu af ástæðum sem hann tiltók reyndar.

  Hinn var sama sinnis. Þingmannsefnin höfðuðu ekki til hans og hann tiltók ýmsa sem hann hefði fullt traust til. Þau voru því miður fyrir hann og flokkinn, ýmist á listum í öðrum kjördæmum eða ekki í framboði.  Þessir snillingar voru þó á því að ef allt þryti, myndu þeir nú samt frekar skila auðu en sitja heima á kjördag.



  Já, þeir eru í þungum þönkum um vandamál tilvonandi kosningardags.  Afastelpan er hinsvegar nokkuð áhyggjulaus um þesskonar og reyndar allskonar vandamál.

  Um kvöldið spurði svo mín heittelskaða mig þessara sömu spurningar. Mér þótti vænt um það, því mér þótti spurningin benda til þess að hún væri nú loksins búin að fyrirgefa mér, að fyrir margt löngu fékk ég hana til að kjósa framsóknarflokkinn. Það var á þeim tíma sem framsóknarflokkurinn átti að bjarga heiminum og halda landinu í byggð. Síðan hefur hún ekki kosið frammarana , enda er illa komið fyrir þeim.

  Í kvöld  var ég að horfa á tilvonandi þingmenn þeirra suðvestlendinga og til að koma mér ekki verr á þeim landshluta en orðið er, sleppi ég öllum kommentum um þá.
 
  En þeim fækkaði hinsvegar um einn flokkunum sem til greina kom að ég kysi og er nú orðið ískyggilega lítið úrvalið og ekkert gott í boði.

 Jahá , sá á kvölina! emoticon

 

Flettingar í dag: 2142
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433070
Samtals gestir: 39941
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:23:23
clockhere