18.04.2009 17:50

Harðindi, hundtík og pólitík.


  Það hefur ekki gefið vel í vetur til hundatamninganna.

  Ég sem er allvel settur með verkefni í þeim málaflokki með tvær bráðefnilegar tíkur á tamningaraldri hef því þurft að halda aftur af athafnaseminni. Kunnugir telja eflaust að það hafi ekki orðið mér mjög erfitt.


 Hér er það Dáð frá Móskógum í námstíma í fyrrakvöld. Hún verður ársgömul í sumar og átti að vera komin verulega áleiðis  en er það ekki . Þetta er gott efni og dálítið spes því hún er afar róleg og yfirveguð í vinnunni.
  Hún er að byrja að læra hægri/ vinstri skipanirnar og skipunina NÆR sem segir henni( í bili) að koma með kindurnar til mín. Síðar meir segir þessi skipun henni það, að hún eigi að ganga beint að kindunum hvar sem hún er stödd. 



  Fyrir nokkrum vikum stressaðist Dáð upp í þessari stöðu, gjammaði og var ekki mjög traustvekjandi.  Nú er hún gjörbreytt, sallaróleg og aldeilis óhrædd.

  Allir fjárhundar lenda í þessari stöðu hér. Í besta falli stendur kindin framan í og haggast ekki. Í versta falli ræðst hún á hundinn. Þá reynir á, hvort hundurinn  ræður við aðstæðurnar, eða kindin tekur yfir stjórnina. Hundurinn á  að  taka í snoppuna eða framan í bóginn og gefa eftir um leið og kindin gefur sig. Því miður er þetta ekki öllum hundum gefið og þeir sem lúffa eru ekki mikils virði sem alvöru fjárhundar.
  Ég reyni að láta unghundana komast hjá öllum átökum fyrst í stað, til að tefja ekki hlutina og þarna skarst ég í leikinn.  Þegar fer að líða á sumarið mun þessi nemandi bregðast snöggt við skipun og venja kindurnar af svona framkomu.

 Já, þetta tíkarstúss er alvöru. Pólitíkin er rugl.emoticon

Flettingar í dag: 2220
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433148
Samtals gestir: 39966
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 17:44:37
clockhere