16.04.2009 21:01

Landbúnaðurinn í augum frambjóðenda, mykjudreifingin og vinir mínir á Austurbakkanum.


  
Á framboðsfundinum um landbúnaðarmál í Borgarnesi í kvöld var tvennt nýtt fyrir mér.

 Annarsvegar hef ég aldrei mætt á framboðsfund fyrr án þess að hafa hugmynd um hvað ég ætlaði að kjósa og hinsvegar, að þarna voru aðeins tveir frambjóðendur af 6, sitjandi þingmenn.

  Framsöguræðurnar tóku nokkurt snið af þessu en það voru samt tveir nýgræðinganna sem mér fannst nú komast best frá þeim. Þau Ólína og Guðmundur Steingríms. Þó ég væri ákaflega lítið sammála Ólínu í höfuðmálunum komst hún nú samt mjög vel frá þessu og Guðmundur er gott skáld og ágætur í pontunni. Það er samt himin og haf á milli mín og sanntrúaðra frammara um framtíðarsýnina í landbúnaðarmálum.

  Það vantaði aðeins fjörið í þetta, eins og í gamla daga þegar frambjóðendurnir sem gjörþekktu auðvitað hvor annan og stemminguna á svona fundum, settu upp svona hálfgerð leikrit með hnyttnum athugasemdum um mótherjana sem svöruðu síðan með einhverju smellnu.



  Þarna var ágætlega mætt enda sumir langt að komnir og að loknum framsöguræðunum fengu framsögumenn mikið spurningaflóð til að moða úr.

  Ræðumaður kvöldsins var samt Gunnar í Hrútatungu sem tók sér ríflegan fyrirspurnartíma og var alveg í essinu sínu.

  Það sem bjargaði samt kvöldinu hjá okkur Eyberg á Hraunhálsi, var hann Pétur á Helgavatni sem sagði okkur, að það lægju fyrir vísindalegar niðurstöður um, að mykja áborin í apríl, þegar hitastigið væri undir 10° tapað ekki köfnunarefninu.

 Ég veit að þetta gleður vini mína á austurbakkanum sem voru hryggðir með því á aðalfundi búnaðarfélagsins um daginn, að ég væri í vondum málum að hafa staðið í skítadreifingu svona snemma vors. Ég þarf að komast að því hvort ég geti ekki gengið í búnaðarfélagið hjá þeim. Þeir eiga svo þrælgott dótasafn fyrir utan það hvað þeir eru skemmtilegir.


  Þeir gætu svo kannski ráðlagt mér  hvað sé skynsamlegt að kjósa í stöðunni?emoticon

Flettingar í dag: 2196
Gestir í dag: 157
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433124
Samtals gestir: 39960
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:01:21
clockhere