14.04.2009 21:47

Slakað á um páskana. Eða þannig.


  Eftir að Maggi í Ásgarði hringdi í mig á fimmtudaginn. lá ljóst fyrir að við feðgarnir myndum ekki þurfa að láta okkur leiðast um páskana.

  Nokkrum klukkutímum seinna var skilin eftir á hlaðinu hjá mér  mykjudreifarinn hans, ásamt mykjuhræru sem mig hefur lengi langað til að prófa í haughúsinu hjá mér.

 Já , nú var tekið á því í upphræringunni. Hér voru að sjálfsögðu alvöru dótamerki í vinnu. Fjær Valtra, N141 með Duun mykjudælu sem er ykkur að segja alveg að svínvirka, og nær er það Ferguson við Duun mykjuhræruna. Nú varð  ljóst að þessi skrúfuhræra gengur vel niður í brunnana  hér og ef svo næðist í nokkra hluthafa til að fjárfesta í svona hræru með okkur, færi að verða gaman að þessu. Reyndar þyrfti að fá Óla vin okkar Mýrum til að saga tvö snyrtileg göt á hina hlið kjallarans svo þetta yrði fullkomið, en það væri minnsta málið.

  Þarna í kjallaranum biðu um 1000 rúmm. af eðalmykju  svo það var eins gott að vera með rétta dótið í höndunum. Jafnhliða upphræringunni var legið á bæn og beðið um næturfrost sem var forsenda þess að hægt væri að komast um túnið án þess að tjóna þau.



 Laugardagurinn var tekinn snemma  og það var keyrt og keyrt.   

  Húsfreyjurnar settu nú samt hnefann í borðið þegar sunnudagurinn rann upp svo við fengum ekki að njóta okkur þá, enda gekk þetta vel og næturfrostin klikkuðu ekki, nema hvað.

 Um 10 á mánudagsmorguninn var fullur sigur unninn á stóra kjallaranum og þá var Dælan umsvifalaust færð í gamla fjósið þar sem biðu um 300 rúmm.



 Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan það var nokkurra daga puð að tæma þann kjallara. Nú var búið að þurrvinda hann á 5 tímum.
Reyndar hafði staðið til að fá sunnlendingana (Skarna ehf), sem munu væntanlega koma hér í sveitina með niðurfellingargræjuna, til að koma mykjunni niður í jörðina, en þó við feðgarnir séum fæddir áhættufíklar tókum við ekki sénsinn á því í þetta sinn. 
 Það verður gaman að fylgjast með því hjá sveitungunum hvernig það gengur og vonandi að allt gangi upp þar.

 Ferðamenninrnir sem voru að yfirgefa Nesið seinnipart mánudags hafa ábyggilega dregið djúpt andann þegar þeir brunuðu framhjá Dalsmynnistúnunum dökkum yfir að líta í norðanáttinni.


 Og mikið rosalega er gott að þetta skuli vera búið.emoticon 

 

                                                                         

Flettingar í dag: 2105
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433033
Samtals gestir: 39935
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:17:25
clockhere