07.04.2009 07:56

Pólitíkin?? Sjálfeyðingarhvötin og endurforritunin.


  Ég lét mig hafa það í gærkvöldi að setjast niður og fylgjast með frambjóðendunum í kjördæminu mínu,  takast á í beinni útsendingu.

 Þetta var hin skemmtilegasta afþreying og gaman að sjá hvernig menn komust frá þessum fyrsta slag í þessum stutta kosningarhasar.

 Ásbjörn vinur minn átti greinilega í vök að verjast, enda þurfa stjórnarflokkarnir ekki á kosningarbaráttu að halda, meðan félagar hans á alþingi eru haldnir jafn ríkri sjálfseyðingahvöt og þjáir þá þessa dagana. Hvað sem má um stjórnlagafrumvarpið segja, er ljóst að þeim hefur gjörsamlega mistekist að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og nú standa þeir í biðröð við ræðustól Alþingis til að skjóta sig í fótinn.

  Þeir sem mér fannst koma skást út úr þessum fundi voru samfylkingin og borgaraflokkurinn. Þeir munu nú samt ekki höfða til mín á kjördag því samfylkingarliðið er nú eins og það er og mér finnst eins og Borgaraflokkurinn sé dálítið stefnulaus í flestum málaflokkum en trúlega mun hann sækja sig þessa daga fram að kosningum þegar gamla fjórflokkadæmið verður búið að spila gömlu rulluna rækilega aftur.

  Frammarinn stóð sig líka þokkalega en undirstrikaði það að stefna flokksins væri sú að gera engar breytingar í í kvótadæminu, allavega í landbúnaðinum , en ég þori nú ekki að fullyrða um fiskinn.
  Ég held/vona að kvótakjaftæðið til lands og sjávar í núverandi mynd sé í dauðateygjunum og skilgetnir foreldrar þess, sjálfstæðis og framsóknarmenn ættu að átta sig á því í tíma.
  Ef þarf að gera út á sóknar eða aflamarkskerfi er ekkert eðlilegra en það sé ríkið sem eigi réttindin og leigi þau út annarsvegar og deili út byggðakvóta hinsvegar.

  Í landbúnaðinum hef ég bent á það áður, að það er ekki endurnýjunarvænt að láta þá sem hætta, halda launum næstu ára með sölu á ríkisstyrkjunum til þeirra sem taka við.
 Það sjónarmið er náttúrulega ekki uppi í Skagafirðinum þar sem menn hafa verið duglegir að bjarga sér og látið greipar sópa um landið og miðin undir handarjaðri KS. 
  Frjálslyndir sem hafa staðið í ströngu eru líklega úti þessar kosningarnar og lýðræðið hans Ástþórs nær illa innfyrir hlustirnar á okkur sem erum í einhverjum öðrum heimi en félagi Ástþór.

  VG sem eru á fullu að endurforrita sig sérstaklega í evrópumálunum og reyndar fjölmörgum öðrum málaflokkum mun ganga misjafnlega að fóta sig í umræðunni um sparnaðar, niðurskurðar og skattaleiðir.

  Leitogi þeirra í kjördæminu toppaði líka fundinn þegar hann fór að lýsa því hvernig staðið yrði að niðurskurðinum og sparnaðinum.

  Að sjálfsögðu ætti að hlífa þessu kjördæmi við öllum samdráttar og niðurskurðaraðgerðum enda hefðum við misst af veislunni. Síðan yrði heilbrigðis og menntakerfið  auðvitað varið??emoticon 



 Það er ekki nema von að við tengdamamma vitum ekkert hvað við eigum að kjósa.emoticon 

 

 

 
Flettingar í dag: 2214
Gestir í dag: 160
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433142
Samtals gestir: 39963
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 17:23:18
clockhere