06.04.2009 07:15

Allt á réttri leið.


  Í svefnrofunum í gærmorgun heyrði ég einhver torkennileg hljóð utanað mér.

Mér fannst ég kannast við þau og það glaðnaði yfir mér í útkikki morgunsins að sjá stokkandaparið mætt á tjörnina.
 Þau höfðu verið að spjalla saman í fyrstu morgunskímunni ánægð yfir að hafa náð þessum áfanga enn einu sinni.

 

  Hjónakornin voru vör  um sig til að byrja með enda löngu búnin að læra það ( sem betur fer)  að engu er að treysta þegar mannsskepnan er annarsvegar.
  Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að hér fyrir ofan eru þau að spássera á ís, því  þó  þau séu heilög hér,  er ekki gengið  á vatni enn.



   Hér er sú gamla að siða til annaðhvort dóttur sína eða tengdadóttir síðastliðið sumar.

 

 Hún hafði fullan sigur í þeirri viðureign án aðstoðar ektamakans og var mjög reigingsleg á svæðinu sínu á eftir.


   Steggirnir eru ekkert að skipta sér af svona innanríkisdeilum og eru nú yfirhöfuð slakir í uppeldinu. 

Þeir eru nú kannski ekki einir um það.emoticon 

 Já , þó aðeins hafi kólnað, þá er vorið handan við hornið.emoticon
Flettingar í dag: 1782
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432710
Samtals gestir: 39915
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 08:30:43
clockhere