03.04.2009 20:22

Góðir dagar og slæmir.

  Stundum kemur alveg meiriháttar gott veður hér á Nesinu.

  Þar sem dálítið vantar á að það sé ríkjandi hér 365 daga á ári, kunnum við afar vel að meta  þessa daga sem falla undir þá veðurlýsingu.



  Svona var fjallasýnin á sunnudaginn í stafalogni um hádegisbil.

 Það var ekki mjög erfið ákvörðun fyrir Dalsmynnisbændur eftir að ljúka við rúning tvævetlanna fyrir hádegi,  að fresta því að klippa þær 50 kindur sem áttu að liggja seinnipartinn og skella sér á fjöll.



   Núpáin var frekar slök þar sem hún dólaði til sjávar, alauð frá upphafi til enda.
Veðurspáin hafði verið dálítið ógnandi fyrir seinnipartinn svo gamli bóndinn var athugull á skýjafarið.



  Skýjabólstrarnir sem voru að hellast yfir Svörtufjöllin og Skyrtunnuna sögðu okkur að þarna uppi væri veðrið að snarversna.



  Þegar kom upp í Brekkurnar þyngdist færið. Greinilega ekki náð að slakna nóg þarna uppi til að gefa gott fjórhjólafæri,

  Með því að fara austar í brekkurnar komumst við upp og þar var skafrenningur og lágskýjað.
Enda ekki slugsað lengi þar.



  Það var ennþá blíða niðri en það átti eftir að breytast.

Tveim tímum seinna var kominn blindbylur og síðan búið að vera drullufúlt veður alla vikuna.

Ekki hundi/kindum út sigandi.emoticon

Já svona er lífið.emoticon

Flettingar í dag: 2240
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433168
Samtals gestir: 39972
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 19:10:40
clockhere