19.03.2009 22:27

Allir á flakki.


  Það var mikið flakk á Dalsmynnispakkinu í dag.
 Reyndar var byrjað á því að lesta " nýju" byggflutningsgræjuna okkar Yrkjamanna.



  Það tók innan við klukkutíma að lesta  rúmum tíu tonnum af byggi sem yngri bóndinn skutlaði síðan til kaupandans. Að því loknu brugðu yngri bændurnir sér til borgar óttans og hafa ekki sést síðan.

   Við þessi öldruðu vorum líka á fleygiferð um vesturlandið, fyrirvinnan á fundi í Borgarnesi en ég þurfti á Akranes að sækja  dót í húsið okkar gamlingjanna en nú standa fyrir dyrum allskonar endurbætur á því á árinu. Það er að verða  30 ára gamalt og bóndinn ekki sá alnatnasti í viðhaldsdútlinu.

  Smiður búsins er allt í einu orðinnn hinn vinnufúsasti, eftir allkonar undanfærslur megnið af þessari öld svo það eru nú til jákvæðar hliðar á kreppunni, hvað sem hver segir.

  Og vorblíðan lék við hvern sinn fingur og sá gamli sem ég hitti í Borgó og spáði löngum illviðrakafla og snjóþyngslum hafði engin áhrif á góða skapið. Ég gleymdi meira að segja að fara í ríkið og orðin veruleg hætta á að maður hætti að rata þangað, núna þegar fer að vora( 7- 9 - 13.).

 Og áætluð Selfossferð á morgun, frestast um viku sem er fínt, því nú er í nógu að snúast í sveitinni. emoticon 



  
Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431203
Samtals gestir: 39832
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 03:42:01
clockhere