04.03.2009 22:46

Nýja Ísland og kvótakerfið.



Fyrir tuttugu og eitthvað árum kom ég aðeins að því með félögum mínum í stéttarsambandi bænda að móta grunnreglur fyrir kvótakerfi í mjólkur og sauðfjárframleiðslu.

  ´A þessum var var mikil offramleiðsla og með þessu var komið böndum á hana, þrátt fyrir skiptar skoðanir um hvort skiptingu framleiðsluréttarins hefði ekki mátt úthluta með einhverjum öðrum hætti en gert var. Fljótlega kom í ljós að framleiðsluheimildirnar þyrftu að vera breytilegar eftir búsetuþróun og allskonar búskaparbreytingum og þá byrjuðu vandræðin.  Ekki þótti við hæfi að innkalla ónýttan rétt og úthluta aftur, heldur skyldi leyfð sala á réttinum og framboð og eftirspurn ráða verðinu.

  Ég og fleiri sem höfðu verulegar efasemdir um ágæti þessarar aðferðar  gátum ekki bent á trúverðugri leið í stöðunni.  Það sem hefur farið mest fyrir brjóstið á mér allar götur síðan er að  beingreiðslurnar, framleiðslustyrkurinn sprengir upp verðið á réttinum. Þetta verður þannig í framkvæmdinni að bóndinn sem er að hætta framleiðslunni fær í raun fyrirframgreiddan framleiðslustyrk, fyrir næstu 5- 10 ára framleiðslu frá bóndanum sem kaupir. 

  Það var því áhugavert að heyra háttvirtan landbúnaðarráðherra tala um það í auðlindinni í morgun að þetta þyrfti að stokka upp og ekki annað að heyra en það yrði farið í það fljótlega á næsta kjörtímabili ef guð og kjósendur lofuðu.

  Ég settist allavega við tölvuna og eyddi tilboðinu sem ég ætlaði að gera í auglýstan framleiðslurétt
í dag eða á morgun. 

  Þar sem ég er alltaf að gefa frömmurunum góð ráð, finnst mér hæfa vel nýja lúkkinu hjá þeim að setjast niður og fatta upp á einhverjum skynsamlegum tillögum í þessum efnum. Þeir gætu kannski slegið sér aðeins upp á því eftir undangenginn vandræðagang. Á Nýja Íslandi vill örugglega enginn vera að greiða framleiðslustyrk til þeirra sem eru hættir framleiðslu, eða hvað.?

  Trúlega er þó til töluvert af frömmurum sem eru fastir í gömlu forritunum, en þeir eiga væntanlega erfitt með að finna stjórnmálaflokk sem stendur á móti því að hagræða í málaflokknum og koma honum inn í nútímann.


Já, hann Steingrímur fær prik fyrir að opna á málið.( Af öllum mönnum.)emoticon



Flettingar í dag: 1255
Gestir í dag: 91
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432183
Samtals gestir: 39894
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 05:50:42
clockhere