08.02.2009 09:53

Þriðji gúrúinn og gjaldeyrismálin.



  Þeir klúðra þessu Svanur minn, þeir geta ekki annað sagði vinur minn sem ég hitti nýlega.

 Við vorum að ræða nýju stjórnina og þó ég beri nokkurn ugg í brjósti um það, að þessi minnihlutastjórn leiði okkur ekki út á rétta veginn tók ég samt ekki undir þetta og benti á að alla vega væri nú vinnufriður til að gera eitthvað.
 
   Vinur minn sem þrátt fyrir að vera gegnheill sjálfstæðismaður er eldklár náungi, og þó aðdáun hans á Davíð gegnum tíðina hafi verið mikil er hann löngu búinn að afskrifa hann í seðlabankanum.

    Það var svo þegar ESBið bar á góma  sem hann komst á flug, í framhaldi þess að ég sagðist nú bara vera hættur þessu búskaparbrölti ef við lentum þar inni.
   Nú væru menn enn á ný að ná áttum í þeirri umræðu, sagði gúrúinn og Samfylkingin sigi saman eins og sprungin blaðra ef skoðanakannanirnar sýndu lítinn stuðning við málstaðinn.



 Sauðfjárbúskapurinn færi trúlega skárst útúr ESB inngöngu.  Þessi ungi maður á kannski eftir að búa með 1.000 fjár einhverstaðar sem friður er til þess fyrir skógræktarmönnum.

  Og þegar ég benti á að gjaldmiðillinn væri óleyst vandamál og farið úr öskunni í eldinn að láta olíuverðið hjá norsurunum stjórna genginu, og Evran  trúlega eina vitræna lausnin( þó ég hafi ekkert vit á þessu) hnussaði í honum.

  Þetta ætti að leysa þannig að stjórnvöld gerðu ekkert í málunum, sem lætur þeim náttúrulega afar vel.
  Við hinir, hinn almenni borgari ættum hinsvegar að taka upp evruna í rólegheitum okkar á milli.
 Ég gæti til dæmis gert búið upp í evrum, gert upp launin í evrum annanhvern mánuð , hinn mánuðinn í ísl. kr. o.sv. frv.  Það er að vísu lítið um evruna í gangi hér í augnablikinu en þetta kæmi allt ef við höldum áfram að flytja út fyrir meira en við sóum í innflutninginn.

  Innan nokkurrra ára væri við svo bara komin með evruna sem gjaldmiðil og gætum síðan lifað hér í vellystingum praktuglega, frjáls og óháð með fiskinn okkar og landbúnaðinn og náttúrulega álverin, og allar virkjanirnar, komnar og ókomnar.

  Og þó íslenska landnámskýrin sé dálítið þung í rekstri borguðu menn glaðir með henni áfram í þessum sjálfsþurftarpakka eins og öllu hinu, í kerfinu. 

 Áfram Ísland.emoticon

  Það var  fallegt á fjöllum í gær.



 Eins og alltaf.emoticon 
   

 
Flettingar í dag: 2571
Gestir í dag: 179
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433499
Samtals gestir: 39982
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:45:37
clockhere