03.02.2009 09:16

Álver , ráðherrar og Múlavirkjun.


  Það var orðið niðurdrepandi að fylgjast með dauðastríði fyrrverandi ríkisstjórnar. Blessuð sé minning hennar.

  Nú er hinsvegar aftur orðið skemmtilegt í pólitíkinni og veitir ekki af í kreppunni, sem læðist sífellt nær okkur.

  Háttvirtur umhverfisráherra lýsti því galvösk yfir, að nú yrðu öll áform um Bakkaálver blásin út af borðinu. Hún hafði samt vit á því að tjá sig ekki um Helguvíkina.
 Stuttu seinna var Össur karlinn kominn í loftið og staðfesti það að engin ný álversáform yrðu tekin inn. Hinsvegar myndu gömlu áformin halda sínu striki, Bakki og Helguvík. Manni fannst allt í einu eins og biðröð fjárfesta stæðu utanvið þessi ráðuneyti með álver á heilanum sem þyrfti að drífa upp þessa 80 daga sem þetta stjórnarsamstarf mun vonandi standa.

  Og þar sem fréttahaukarnir vita út á hvað lifibrauðið gengur var ekkert verið að hrista rykið af nokkurra daga gamalli frétt um að allar álversframkvæmdir væri í frosti vegna skorts á seðlum.

  Þó mér finnist Össur oft mikill bullari er hann stundum að skora hátt hjá mér.

 Það kom  skemmtilega á óvart að heyra það, að hann hefði tekið á sig rögg og gefið út virkjunarleyfi fyrir Múlavirkjun. Sú framkvæmd er sláandi dæmi um allskonar mistök nánast allra sem komu að virkjanaferlinu. Nú er hún hinsvegar búin að ganga í tæp 4 ár . Það höfðu farið fram rannsóknir á lífríki virkjanasvæðissins áður en framkvæmdir hófust og síðan hefur svæðið verið vaktað af færustu lífríkisfræðingum og ekkert komið uppá enn, sem gefur ástæðu til inngrips vegna breytinga á svæðinu.  Virkjanaleyfið er til 5 ára og skilyrt með áframhaldandi vöktun og úttekt á þessu öllu fyrir endurnýjun leyfisins.

  Straumöndin gefur svæðinu dálitla sérstöðu. Þó ég viti að" alvöru "umhverfissinnar gefi lítið fyrir álit manns sem gjörþekkir þetta svæði er ég samt þeirrar skoðunar að skilvirk refa og minkaeyðing,  sveitarfélagsins  áratugum saman vegi  miklu þyngra í tilveru fuglalífsins en flest annað.

   Gerum þetta svæði að þjóðgarði með tilheyrandi friðun og sjáum hvernig fer fyrir fuglum himinsins.emoticon 
Flettingar í dag: 1384
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 429363
Samtals gestir: 39653
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 03:51:24
clockhere