23.01.2009 20:48

Smiðir og verkefnaveislur.

 
   Þegar ég horfi á frágang og innviði hlöðunnar við gamla fjósið, er nokkuð ljóst að byggingarkröfur og eða eftirlit hefur verið með talsvert öðrum hætti 1972 heldur en í dag.

 Þrátt fyrir það hefur sú gamla staðið af sér margan hvellinn því það kemur fyrir að lognið víki fyrir einhverju öflugra hér á Nesinu.

   Það er töluvert síðan austurgaflinn sem eðli málsins samkvæmt þverar na.áttina fór að sýna margvíslegan sveigjaleika þegar lognið var einhversstaðar víðsfjarri. Eins og með íþróttamennina sem ná sífellt betri árangri með þrotlausum æfingum jókst sveigjaleiki gaflisins enda norðaustan belgingurinn öllu áreiðanlegri en gróðaleiðir svikamyllugreifanna..

 Þar kom að bóndanum hætti að standa á sama, en eins og hans heittelskaða væri trúlega alveg til í að bera vitni um , fengi hún tækifæri til, þykir honum eðlilegt að fresta til morguns því sem gera ætti í dag ef þess er nokkur kostur.

  Eftir einn hvellinn og andvökunótt ,var því haft samband við smið búsins og borin undir hann styrkingarhugmynd gaflsins sem hafði þróast á harða disk bóndans í umtalsverðan tíma.
 Eftir fínpússun smiðsins á hugmyndinni, var honum gerð grein fyrir alvöru málsins, að hlaðan myndi að öllum líkindum ekki þola einn hvellinn enn. Ekkert mál sagði smiðurinn, við tökum þetta á degi og förum í þetta mjög fljótlega.

Síðan eru liðin tvö ár.emoticon 

  Það var svo í síðustu viku sem smiðurinn hringdi og spurði mig varlega hvort ekki væri alltaf eftir að styrkja hlöðugaflinn?

 Þá vissi ég að veislunni hjá honum væri lokið.

Hann minntist hinsvegar ekkert á, klæðninguna utaná fjósið, íbúðarhúsþakið né gluggana og ýmislegt fleira sem hann hefur ætlað að hespa af fyrir mig ásamt hlöðugaflinum á síðustu árum.
 Enda veit hann að ég er bæði viðskotaillur og langrækinn og hans bíða því erfiðar samningaviðræður.

 En nú kemur hann á mánudaginn í hlöðugaflinn.

  Ekki var að spyrja að því að í gær rokhvessti sem aldrei fyrr. Nú var ljóst að gera átti lokaatlöguna að hlöðunni. Það var svo þegar taugarnar og gaflinn voru um það að bresta, að ákveðið var að koma dráttarvél að gaflinum innaverðum honum til stuðnings.
 Þar sem ofurvél heimilisins var of stór í þetta var leitað til nágrannans, og honum gefinn kostur á að koma lágnefjunni í vinnu um helgina. Ekki stóð á því þrátt fyrir litla von um aðrsemi útleigunnar.



 Og Fegginn smellpassaði í króna.



 Þar með var ljóst að hlöðugaflinn stæði af sér eina atlöguna enn.



  Gemlingarnir urðu svo að sanna  kenninguna um að þröngt mættu sáttir sitja, enda hefði getað farið illa fyrir þeim.


  Helginni verður svo varið í að upphugsa hvernig sem best verði þjarmað að smiðnum í tilvonandi verksamningum.emoticon










Flettingar í dag: 697
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 421867
Samtals gestir: 38463
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 17:43:05
clockhere