22.01.2009 21:58

Óstjórn, þjóðstjórn, óbreytt stjórn eða einhver stjórn??


  Þó ekki virðist mjög spennandi tímar framundan í í lífskjara og dótakapphlaupinu, blandast engum hugur um, að nú er allt að gerast í pólitíkinni. Refskákin komin á fullt og stjórnarslitin að bresta á. 

  Gúrúinn sem talaði við mig í dag, sagði sem satt var að nú væru sjálfstæðismenn í þröngri stöðu.
Dyttu þeir út úr stjórnarsamstarfi eins og stefndi í, ættu þeir sér ekki viðreisnar von næstu 2 kjörtímabil. Það yrði þeim óbærilegt og myndi valda miklum skakkaföllum á valdapýramídanum sem þeir hafa komið sér upp.emoticon 
 Eina færa leiðin fyrir þá, væri að leggja til þjóðstjórn sem myndi starfa fram að kosningum næsta haust. Til að gera tillöguna trúverðuga yrðu að koma að stjórninni einhverjir utanflokkamenn.

   Kratarnir væru í áfalli eftir síðustu skoðanakönnun og illa staddir með formanninn í tvísýnum veikindum. og engan tilbúinn í að stjórna kosningarbaráttu, sem kæmist með tærnar þar sem Ingibjörg hefur hælana í þungavigtinni. Svona tillaga gæti því hentað  þeim ágætlega og róað grasrótina.emoticon 

  Vandamálið sem VG   eiga svo eftir að glíma við í kosningarbaráttunni hefði svo komið mjög skilmerkilega fram í kastljósinu í gærkveldi þegar Steingrímur hélt fluginu með glæsibrag þar til Sigmar bað hann að svara spurningunni hans Geirs um hvort hann myndi skila láni gjaldeyrissjóðsins þegar hann væri kominn í stjórn. Það gæti verið dálítið vont að fara framúr sér í gagnrýninni og eiga svo að taka við að leysa málin. emoticon



Ég held að vinur minn gúrúinn,  sé dálítið munaðarlaus í pólitíkinni eins og ég.emoticon
 


  

   
Flettingar í dag: 1691
Gestir í dag: 455
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426756
Samtals gestir: 39369
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 06:54:20
clockhere