20.01.2009 10:58

Nýja lúkkið á Framsókn.



   Miðað við hvað heimsóknir og flettingar döluðu á síðunni minni um helgina, verð ég að ætla að hér séu sem fastagestir, þó nokkrir gegnheilir og góðir framsóknarmenn.
 Það er gott mál.
  Þó ég hafi hrokkið fyrir borð af framsóknarskútunni fyrir margt löngu var það ekki grasrótinni þar að kenna.

   Ekki verður annað séð en þau ráð sem ég hef gefið grasrótum allra flokka að nú þurfi að skipta hraustlega út fyrir fersku liði, hafi skilað sér vel inn á þing framsóknarmanna.

  Mínar bestu hamningjuóskir með það framsóknarmenn.

  Hvort það að taka úr framvarðarsveitinni, liðið sem fór út af sporinu með bankana og afhenti þá vinum og vandamönnum í stað fjöldans eins og lagt var upp með, dugar til að flokkurinn nái vopnum sínum  á ný kemur svo í ljós.
  Í dag eru menn  kampakátir með að hafa samþykkt  slík afarskilyrði fyrir ESB aðildarviðræðum að útilokað verði að ná nokkrum samningum. Því miður er staðreyndin hinsvegar sú, að þegar menn setjast að samningum, þá kemur ósjálfrátt að því að samningsaðilar fá allt aðra sýn á hlutina. Aðalatriðin verða að aukaatriðum og öfugt, og þeir sem settust að samningum með því hugarfari að semja ekki. eru allt í einu komnir með allt annað hugarfar.

  Ég sé fyrir mér að þegar Solla og Sigmundur standa uppfrá þeim samningum og hún gerir síðan frömmurunum grein fyrir því að nú sé annaðhvort að stökkva eða slíta stjórnarsamstarfinu  þá??

 Ja, það hefur nú lengi fylgt framsóknarmönnum að þykja vænt um ráðherrastólana sína.

Og þeir eru því miður ekki einir um það.

  Ef nýju framsókn tækist að slíta rækilega öll tengsl við bankasukkliðið, búa til trúverðuga leið til að tengja krónuna öðrum gjaldmiðli og stigi enn betur ofan á ESB umræðuna myndi hún trúlega braggast vel eftir harðan vetur.


  En þetta er allavega góð tilraun í baráttunni.emoticon 


  
Flettingar í dag: 2673
Gestir í dag: 497
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427738
Samtals gestir: 39411
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 09:33:30
clockhere