19.01.2009 10:08

Prúttið


   Fyrir margt löngu trúði ég því að verðmiðinn á dótinu sem, mig langaði í væri óumbreytanlegur og nú væri annaðhvort að hrökkva eða stökkva.

   Það er talsvert síðan ég áttaði mig á því að nú gengur allt út á afslætti og prútt. Það kemur skemmtilega á óvart að þegar ég kvarta yfir verðinu á varahlutnum í bílinn er mér umsvifalaust boðinn 5 - 10 % afsl. Ekkert alvörudót er keypt nema að afstöðnu miklu prútti og samningum og það er bara eitt símtal við þjónustufulltrúa hjá stóru byggingarvöruverslunum. Þá fæ ég umsvifalaust afslátt af öllum viðskiftum um 10 - 20 % eftir því hvað ég lofa miklu umfangi.

  Fyrir nokkrum árum tókum við okkur saman nokkrir bændur, skoðuðum eldneytiskaup nýliðins árs og óskuðum síðan eftir því við olíuumboðin að fá tilboð í a.m.k. þetta magn  + afsláttarprósentu á öllum þjónustuvörum, ásamt ákveðnu tankrými,rafmagnsdælum með mæli o.sv.frv.. Það verður að segjast eins og er að þetta vakti ekki mikla hrifningu á þeim vígstöðvum og það var ekki nema eitt þeirra sem kom með alvörutilboð.

  Það var samið við það til þriggja ára. Þegar sá samningur rann út var enn farið í útboð á pakkanum sem var orðinn töluvert stærri í lítratali og miklu, miklu hærri í krónum.

  Nú var komið annað hljóð í strokkinn og öll skiluðu inn alvörutilboðum. Þau voru nokkuð misvísandi en eftir mikla yfirlegu og smáblýantsydd var samningurinn endurnýjaður til þriggja ára.

  Vandamálið við þetta prútt allt saman er trúlega það, að listaverðið er spennt upp til að geta veitt afslætti, rétt eins og á yfirstandandi útsölum. Og þeir sem vara sig ekki á þessu eru í slæmum málum.

En ég prútta ekki í Bónus, enda eiga feðgarnir dálítið bágt núna.emoticon
Flettingar í dag: 2725
Gestir í dag: 518
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427790
Samtals gestir: 39432
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 13:53:18
clockhere