10.01.2009 22:38

Og hvað svo??


   Já, hverjir eiga svo að taka við ef allir hætta , spurði tengdapabbi kankvís, þegar ég droppaði hrollkaldur í kaffi til tengdaforeldranna eftir að hafa tekið púlsinn á Austurvellinum.



    Ég sem hafði nú velt þessari spurningu fyrir mér í talsverðan tíma, verð sífellt harðari á því að það eigi að skipta út talsverðum hópi pólitíkusa og embættismanna  á árinu.

  Fyrir þó nokkrum árum var lagt upp í ævintýri sem átti að leiða okkur skerbúana til breyttri og betri tíma. Ég er í engum vafa um að flestir þeir sem leiddu þá för gerðu það í góðri trú og eins og allir góðir foreldrar, litið fram hjá brestunum sem fóru að droppa upp hjá afkvæminu.

 Nú þegar allt er komið á hliðina, kemur í ljós að þeir eiga erfitt með að koma auga á það sem miður fór í uppeldinu og allra síst að  þeir eigi þar nokkra sök.

 Og guðfaðirinn sjálfur situr í Seðlabankanum og segir bara  " taka tvö".

 Þess vegna held ég að það sé mjög brýnt að fá nýja menn sem geta leyft sér að líta gagnrýnum augum til baka og vinni úr mistökunum. Það þarf trúlega að yngja dálítið verklega upp til að slíta á hagsmunartengslin sem áttu talsverðan hlut í óförunum.

  
Guðni á Guðnastöðum blés svo í baráttulúðra og skoraði  á bændur að láta til sín taka í þessu andófi og mæta á völlinn.



 Þeir mættu léttvopnaðir sunnlendingarnir í dag, enda verður það séraðgerð þegar vélaflotinn verður leystur úr læðingi og haldin alvöru dótasýning á götum höfuðborgarinnar.



  Það féll vel í kramið hjá tilvonandi ásatrúarmanni að þeir mættu með hauskúpu af hrossi á níðstöng og rétt að taka allsherjargoðann með á næsta fund.





   Já það þarf svo að koma stíganda í þetta með hækkandi sól.emoticon 
 

 
Flettingar í dag: 939
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 423335
Samtals gestir: 38536
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 21:02:08
clockhere