04.01.2009 20:04

Brennan mikla.


  Það er komin hefð á brennuna í Söðulsholti og þó Einar láti í það skína árlega að nú verði þetta síðasta brennan,  er fyrr en varir kominn mikill spýtuhaugur á holtið hjá honum.

 Gærkvöldið var tekið í brennuna sem er því sambland af áramóta og þrettándabrennu.
Þetta er í leiðinni hálfgert ættarmót hjá Einari og Ingu, því börnin og barnabörnin mæta gjarnan og slútta jólunum í sveitinni.



  Það hefði alveg mátt vera aðeins minni hreyfing á súrefninu en þetta var þó í lagi enda hlýtt í veðri.
Hrossasmalarnir hafa í nógu að snúast því bóndinn splæsti auðvitað í alvöru flugeldasýningu enda á þetta að sjálfsögðu að vera síðasta brennan.
 Hrossunum var því öllum smalað heim í þetta sinn og síðan verður sú smölun endurtekin á þrettándakvöld  vegna reynslunnar frá því í fyrra.



  Flugeldasýningin  var meiriháttar og litlu munaði að við fengjum að sjá kerruna hjá Atla loga til viðbótar við sjóið, þar sem hún var höfð sem skotpallur.




  Þessi unga snót sem var langt að komin í heimsókn hjá afa og ömmu í Söðulsholti, þótti þetta mikil upplifun.




 Já þetta var mjög fínt og kakóið hjá Önnu Margréti á eftir, var enn betra en í fyrra.

Og eftir vandlega íhugun var ákveðið að hafa myndaalbúmið ólæst,emoticon   en þið missið af áhugaverðustu myndunum.emoticon 

Flettingar í dag: 17
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1482
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 448800
Samtals gestir: 41438
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 00:51:16
clockhere