29.12.2008 09:23

Jólaball litla fólksins.


   Það var orðið dálítið svartnætti í mannfjölgunarmálum í sveitinni á tímabili. Nú lítur þetta allt betur út og ungt fólk farið að setjast að í sveitasælunni. Unga fólkinu fylgja gjarnan lítil börn og eftir margra ára hvíld frá jólaballi litlu barnanna var það endurvakið  með stæl í gær.



   Hér eru Ingibjörg frá Hofstöðum, Hafdís Lóa frá M. Borg og litli Ayust frá Miðhrauni.

  Þetta er að sjálfsögðu orðið alþjóðlegt samfélag hér og börnin hafa kynnst í leikskólanum sem boðið er uppá 4 daga í viku yfir skólatímann.



  Hér er Perla á M. Borg að spjalla við Kötlu í Hrossholti, Ingu Dóru á Minni Borg. Lítil sem var gestkomandi á Borg og Hafdís Lóa og Gísli á Minni Borg.



 Giljagaur og Hurðaskellir
voru enn að þvælast um í sveitinni og kíktu við til að heilsa upp á þessi þægu börn.
 Finnbjörn litli sem var í heimsókn hjá afa og ömmu á Stakkhamri, var hvergi banginn við heimasæturnar í sveitinni.. 

 

  Já, þetta er ungt og leikur sér.

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 1149
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 434744
Samtals gestir: 40145
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 04:35:32
clockhere