19.12.2008 19:54

Comment ,trippi og dekk



  Það er eitthvað ólag á commentadæminu hjá 123 svo ég verð að svara sjálfheldukommentum hér.

  Ég veit að Ransý er aftur komin í jólaskapið eftir hrollvekjuna, því þær mæðgurnar voru búnar að baka svo  myndarlega fyrir jólin.. 
 Þessar kindur báru svo beinin á norðanverðu nesinu, Þorleifur, og eigandinn er fyrrverandi samstarfsmaður þinn í smíðunum.
 Þetta var snyrtilega gert hjá sjoppueigandanum , Bjarni, eins og við var að búast. .Allar bógskotnar á þessu færi.

 Fyrsti tripparekstur vetrarins var svo á tamningastöðinni í dag og fékk stærsti hluti hrossanna að hlaupa.



  Hér eru þau klár í reksturinn sem fengu að fara í þetta sinn. Þau byrjuðu nú á að hlaupa niður stýrispotta að fengu smá aukakrók.



  Þarna er það Vinur sem leiðir hópinn en svo var það Korinna sem var hin sprækasta og tók forystuna öðru hvoru. Það er farinn nokkurra km. hringur og við Dóri vorum í hæfilegri fjarlægð á hjólunum til að halda þeim á leiðinni. Þau voru nú ekki eins hlaupaglöð og  þau verða seinna  í vetur og þetta endaði á gutlferð í restina. Það var ansi napurt og benzínþumallinn við frystingu um það er lauk.  Og eins og sést á myndunum er orðið jólalegt og þetta var dagsbirtan sem boðið var uppá í dag.

 Svo var ekki undan því vikist lengur að koma frúarbílnum á vetrardekkin en hann var á upphaflegu dekkjunum, sem eru komin í 34.000. km. og a.m.k. eitt sumar eftir af þeim enn.
 Eftir að við Hölli í Bifreiðaþjónustunni höfðu krufið landsmálin og svikamylludæmið, gerði ég upp, og þrátt fyrir jóla, kreppu, og stórviðskiptaafslátt tókst Hölla ekki að koma þessu neðar en í 124.000. Ég vona að það eyðileggi samt ekki jólin fyrir honum.

  Og svínnelgd  dekkin komu mér svikalaust heim í hálkunni á ásættanlegum hraða.emoticon
Flettingar í dag: 597
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431525
Samtals gestir: 39854
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:24:41
clockhere