15.12.2008 20:07

Game over.

 
  Þegar að ráðherrarnir okkar stigu á stokk og lofuðu að tryggja innistæður landsmanna, og síðar þegar búið var að snúa upp á puttana á Geir og erlenda svikamyllan bættist við, varð mörgum ljóst að nú var illt í efni. Hafi bjartsýnisfólkinu tekist að líta fram hjá staðreyndunum þá ættu fréttir af 
 " lagfæringum" á fjárlagafrumvarpinu að koma þeim niður á jörðina.

  Það sem snýr sérstaklega að okkur sveitapakkinu er auðvitað verðtryggingin, sem tekin er að mestu leyti úr sambandi á búvörusamningunum. Niðurskurðurinn á skógræktarverkefninu sem er svona vinnuaflsfrekt verkefni kemur eitthvað við marga. Niðurskurðurinn á húshitunarstyrknum sem var efldur eftir að Valgerður klúðraði raforkusölunni, er vondur og það að setja vegaframkvæmdirnar í afturábak er vont mál o.sv. frv. Margradda kórinn sem segir "ekki ég " er svo bara rétt að byrja.

Þrengingarnar líka.

  Það sem mér finnst verst fyrir okkur í sveitinni til lengri tíma litið er þó viðsnúningurinn í evrópumálunum. Nú liggja allra leiðir þangað, hvort sem Þorgerður Katrín er á harðahlaupum eða bara á fetinu.

 Það eru óskaplega margir sammála um það að krónan okkar sé búin að syngja sitt síðasta.
Menn tengja hana verðtryggingunni, örum gengisbreytingum, háum vöxtum og síðast en ekki síst yfirstandandi skelfingum. Og fjölmargir andstæðingar ESB telja einu leiðina til að losna út úr því rugli öllu, sé evrópusambandsaðild.

 Takist ekki að benda á trúverðuga tengingu við nothæfan gjaldmiðil, nú eða að skipta um gjaldmiðil, um það er hæfilegur styrkur hefur náðst á krónuræfilinn sýnist morgunljóst hvert stefnir.

Þá held ég að dugi ekki fyrir sveitapakkið  að biðja guð að hjálpa sér.emoticon

Flettingar í dag: 2745
Gestir í dag: 525
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427810
Samtals gestir: 39439
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 16:27:35
clockhere