07.12.2008 23:23

Mannlíf á folaldasýningu.




  Það var talsvert á annað hundrað manns á sýningunni á hestasmiðstöðinni í dag og 72 folöld skráð.

Þetta er nú bara í þriðja sinn sem ég mæti á svona sýningu og mér er minnistæð sú fyrsta. Folöldin voru fín en tvennt fór í pirrurnar á mér . Annað var hve þetta gekk seint því alltaf var bið milli sýningahollanna. Hitt var mismununin sem sýnendurnir virtust sæta , því meðan það voru kannski 3 folöld í holli voru sum folöldin sýnd  eitt í einu , sem var heldur ekki til að stytta sýningatímann.

  Hestamiðstöðvarliðið sem var einnig þarna leit þetta sömu augum og þegar folaldasýningin var í hestamiðstöðinni í fyrra var þetta tekið föstum tökum, alltaf tvö folöld í sýningu í einu og sýningin gekk viðstöðulaust eða einungis nokkrar sekundur milli holla. Svona gekk þetta líka í dag en það var Hrossaræktarsamband Vesturlands sem sá um keppnina.



   Meðan bóndinn afgreiddi áríðandi símtal fylgdust betri helmingurinn og tengdadóttirin áhugasamar með sýningunni.



  Og það var verslað. Fáskrúðarbakkabóndinn( t.h.) kom með 7 st. þar af 5 skjótt undan Guðfinni Glymssyni og seldi a.m.k. 3.  Ég held nú samt að hann eigi það besta eftir óselt og þarf að skreppa í kaffi til hans. Þessi í jakkanum er orðinn áskrifandi því hann keypti líka í fyrra.


 Það komu til sýningar folöld frá 11 bæjum í Eyja- og Miklaholtshrepp og Hrísdalsbóndinn lék á alls oddi  frá upphafi til enda, mættur með 7 st. hvert öðru álitlegra.



  Afastelpunni leist alveg rosalega vel á verðlaunin- en hún átti ekkert folald.(Skil ekkert í mömmu hennar.)


 Þá er bara að bjarga sér sem best maður getur.



 Þessi lagði á sig lengsta ferðalagið og hlýtur að hafa verið nokkuð sáttur við úrslitin um það er lauk.

  Þar sem ég er í fréttabanni( harður heimur bloggheimurinn) bíða flottu folaldamyndirnar betri tíma.
En kíkið á Söðulsholtssíðuna, þau sem hafa áhuga á hinni hlið sýningarinnar.

Svo tek ég þetta næsta haust.emoticon








Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423661
Samtals gestir: 38560
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 16:50:23
clockhere