03.11.2008 23:18

Hundaræktun. Endalaust ævintýri.

  Þú ert annar maðurinn á tveim dögum sem hringir í mig með þessa spurningu sagði félagi Hilmar.

  Ég hringdi í hann og spurði um hvort hann hefði símann hjá Einari Jóelssyni sem á áhugaverðan nýinnfluttan hund. Hilmar, sem var að koma úr framúrstefnulegri eftirleit þar sem m.a.  skotbómulyftari var notaður við að ná fé úr klettum (dugir trúlega ekki í Kirkjufellinu) mundi ekki númerið, en þar sem kom á daginn að ég átti nánast leið um hlaðið hjá Einari á ferð minni um suðurlandið. sagði hann mér til vegar svo dugði mér, jafn tregur og ég er.

 Þar sem ég tel mér trú um að hafa undir höndum tveir tíkur,  nothæfar í ræktunina eru bæði augu og eyru opin ef einhverstaðar er grunur um vel ræktaðan hund sem myndi henta sérviskunni í mér.


.

  Jim í Brautartungu var fluttur inn í vetur ótaminn , eða sjö mánaða. Það er lítið farið að vinna í kindum með hann en Einari leist vel á hann. Ekki gafst tími til að leyfa mér að sjá hvernig hann fer að fé  en sá tími gæti komið.

 
   

          Já , Einar verður að taka á því í vetur og sýna okkur hvað býr í Jim. 

     Ég sá hinsvegar strax að Jim er góður mannþekkjari.

  Hann vildi ekkert með bóndann af Snæfellsnesinu hafa.emoticon 

 

 

Flettingar í dag: 544
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420544
Samtals gestir: 38330
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 17:03:01
clockhere