25.10.2008 19:50

Gæsaveiðilok og harðindi.

 

 
  Þeim var ekki hlýtt veiðimönnunum sem droppuðu inn í kaffi hjá mér um hálfellefu í morgun.
Þeir voru komnir ofan í skurð hjá mér um hálfátta og það var kalt. N.a. stinningur og í hviðunum var skafrenningur. Enginn þeirra hafði nokkurn tímann legið fyrir gæs í svona veðri og snjó. Finnarnir tveir sem komu til landsins í gærkveldi báru sig jafnvel betur en landarnir.

  Ég held að þetta verði lokin á gæsaveiðinni hér þetta haustið og nú finnst mér að gæsirnar ættu að nota norðanáttina og drífa sig út, enda þurfa þær ekki að bíða eftir því að ná út gjaldeyri.
  En  gæsunum sem leggja af stað til vetrarheimkynnanna héðan úr Eyjarhreppnum fækkaði um 61. þennan fyrsta dag/morgun vetrarins. 

   Já það eru bara hel..... harðindi hér, snjór , kuldi og bara hundleiðinlegt veður. Lömbin eru svona ýmist úti eða inni meðan beðið er lags að ná þeim inn með ullina þurra og ómengaða svo hægt sé að rýja þau. Einhverstaðar eiga svo að vera a.m.k. tvær tvílembur á fjöllum sem frúin vill fá í hús áður en hún afskrifar annað ókomið.
Nú er svo að hefjast burðartímabil no. 2 í fjósinu en um 20 kýr eiga að bera á þeim tíma sem eftir lifir af árinu.

  En það voru niðurstöðurnar úr efnagreiningunni á heysýnunum síðan í sumar, sem björguðu endanlega deginum hjá mér.emoticon

Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 423682
Samtals gestir: 38564
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 19:05:40
clockhere