18.10.2008 18:23

Morgunflugið og ásatrúin.


  Þegar ég var í gæsaveiðinni í gamla daga var þetta óttalegt hálfkák. Lengstum lét ég nægja að laumast eftir nærliggjandi skurðum til að komast í færi. Þegar ég hafði meira við og lá fyrir þeim var ég alltaf einn og lagði reyndar lítið uppúr magninu, kom mér t.d,. aldrei upp gerfigæsum o.sv.frv.
  Gæsaskytteríð endaði reyndar með því að haglaranum var lagt og notast var við 22 cal. riffil.

  Yngri bóndinn á bænum tekur þetta af mun meiri alvöru en samt eru einhver dularfull gen í honum því þegar morgunflugið var tekið í morgun tók hann myndavélina með og náði að sjálfsögðu mun fleiri gæsum á hana en hann mun ná á næstu árum með hinni aðferðinni.



                        Skyldu þessar kíkja við hjá þeim félögunum.



                                 Þessar hafa allavega orðið fyrir einhverju.



             Þessar hafa fengið óblíðar móttökur og telja rétt að yfirgefa svæðið.


 Það var na. strekkingur og hiti um frostmark enda Núpudalurinn hættur að vera haustlegur.
   Það var hrollur í félögunum  en 40 gæsir gerðu þennan morgun góðan.
 Það er svo flottar myndir inn á gæsaveiðaalbúminu bæði fyrir þá með veiðináttúruna og hina sem vilja kaupa kjötið sitt í Bónus.

  Ég horfði svo á dómstól götunnar í kvöldfréttunum og þó mér finnist fyrir löngu kominn tími á seðlabankastjóra keypti ég ekki aðferðafræðina né rökin fyrir henni.
 Ég féll hinsvegar fyrir Ásatrúaliðinu þó Allsherjar og Kjalnesingagoðar hefðu mátt vera ögn skörulegri. Kannski verður bara farið að blóta á laun í sveitinni.emoticon
Flettingar í dag: 622
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420622
Samtals gestir: 38341
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 20:39:44
clockhere