16.10.2008 19:58

Hrossaat.


 Stóð Hestamiðstöðvarinnar var allt rekið heim í dag þar sem einhverju þurfti að ná og kíkja á helv. holdhnjóskana. Þar sem það var rigning og skítaveður fékk ég náttúrulega að taka þátt í því.

 Hrossin eru í hólfi í Hrossholti sem ekki hefur verið beitt áður, en í tamningafríinu voru drifnir upp nokkrir km. í girðingum þannig að 3 ný hólf urðu til. Það var gaman að stilla sér upp í restina og horfa á hópinn renna framhjá, þó þessi árstími sé kannski ekki til þess fallinn að hrossin sýni sitt besta. Ég gaf höttótta Álfsyninum honum Ábóta hans Einars, hæstu einkunnina af folöldunum þegar hann óð áfram á flottu tölti næstfremstur í hópnum á eftir móðurinni, Sunnu frá Akri.



 Hágangssonurinn okkar Einars, já og afastelpan á 10 %, hann Sindri frá Keldudal , sem er á fjórða vetri er kominn á hús og aðeins farið að eiga við hann. Tamningafólkið gefur honum 10 + fyrir geðslag og traustleika. Svo er spurningin hvort hann búi yfir einhverju fleiru.

  Það voru að byrja hnjóskar í 4 hrossum sem voru þar með tekin á hús nokkru fyrr en annars hefði orðið.

 
Flettingar í dag: 737
Gestir í dag: 119
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420737
Samtals gestir: 38357
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 23:29:32
clockhere