13.10.2008 19:49

Ár sauðkindarinnar

  Árhringur sauðkindarinnar heldur óstöðvandi áfram þótt bankarnir leggist á hliðina og voða fáum þyki vænt um Dabba lengur.
 Það er samt liðin sú tíð þegar allt þjóðfélagið miðaðist við blessaða sauðkindina. Alþingi var ekki sett fyrr en að loknum haustönnum og slitið fyrir sauðburð. Sama átti við um skólana og nefndu það bara.

  Á fimmtudaginn var gimbrahópurinn ómskoðaður og í dag fór síðan allt á Hvammstanga sem í kaupstað á að fara.  Það er veruleg endurnýjun á fjárstofninum þetta árið, því þegar nágranni minn brá búi fyrir nokkrum árum keypti ég allt veturgamalt og það var hátt hlutfall í fjárstofninum . Þriðjungurinn af sauðfénu verður því á fyrsta vetri og aðeins slegið af gæðakröfunum við gimbravalið.

  Þegar fénu var úthýst úr fínu fjárhúsunum ( sem breyttust í fjós) var komið upp aðstöðu úti til þess að ragast gróflega í því. Fúskað var upp rekstrargangi því fjósbreytingarnar stóðu sem hæst og takmarkaður tími í sauðféð.



   Hann átti bara að vera einnota en stendur samt enn og léttir sundurdráttinn verulega þó ljóst sé að hægt sé að endurbæta allt dæmið. En afkoman bíður nú ekki upp á stórar fjárfestingar.emoticon

 Vaskur og Assa eru svo betri en enginn þegar fámennt er í sveitinni. ( Sjá myndaalbúm.)



   Atli veitir ókeypis ráðgjöf í hálmrúlluninni gegnum símann og Assa veltir fyrir sér hvort ekki eigi að setja aðeins trukk á hópinn.

    Það verður svo trúlega staðfest á morgun að lömbin verði léttari  en í fyrra.emoticon

Flettingar í dag: 866
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431794
Samtals gestir: 39871
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:45:42
clockhere