12.10.2008 20:00

Gæsirnar og byggið.

 Gæsirnar eru orðnar umtalsvert vandamál í byggræktinni þar sem þær geta lent, og labbað sig inn á akrana.
  Það reyndist okkur vel að setja eitthvert tæki við akrana sem hún var farin að herja á, því hún er ákaflega vör um sig ef einhver breyting verður á umhverfinu frá degi til dags.

 Svona sjón kemur adrenalíninu á góða hreyfingu jafnvel hjá aulum eins og mér sem ekki hefur skotið gæs í áratugi. Hjá mér er það riffillinn og rebbinn sem blíva.

 Sonurinn og tengdasonurinn eru hinsvegar enn í dreifararöraskytteríinu og nú var tekin létt leirdúfuæfing fyrir morguninn. Þeir voru svo heppnir að það náðist mynd af einu leirdúfunni sem ég held að þeir hafi hitt.

   Það er eins gott að flugumferðarstjórnin sé í lagi þegar flotinn er að flýta sér, en það fækkaði um 17  úr þessum hóp morguninn eftir þessa myndatöku.

   Hvernig er það Árni, á ég að taka kvótann þinn? emoticon

Flettingar í dag: 2105
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433033
Samtals gestir: 39935
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 12:17:25
clockhere