22.09.2008 19:24

Keyptur hvolpur.


  Það má segja að tvö Border Collie ræktunarkerfi séu í gangi á skerinu í dag.
Annarsvegar  Fjár og Hjarðhundadeildin hjá Hundaræktunarfélagi Íslands.  Kannski rétt að ræða hana ekki frekar í bili, og hinsvegar hin frjálsa og óháða ræktun í sveitinni þar sem breiddin á ræktunarmarkmiðunum er mikil og markmiðin í ræktuninni virðast stundum dálítið óljós. Það er þó talsverður hópur ástríðufullra ræktenda í seinni hópnum sem stefnir markvisst að því að framleiða hinn fullkomna fjárhund, og þó menn hafi mismunandi sýn á útlit, stærð og ef til vill mismunandi áherslur á hina ýmsu hæfileika ber þar kannski ekki mikið á milli.
 Nú eru að gerast stórir hlutir og góðir því menn hafa tekið nokkurskonar heljastökk í innflutningi á tömdum og ótömdun kynbótadýrum. Fluttir hafa verið inn a.m.k. 3 hundar og tvær tíkur  á stuttum tíma og þetta er allt á fullu í framleiðslunni.  Þó ég telji mig allvel hundaðan er erfitt að sitja hjá í svona veislu og þessvegna var fjárfest í lítilli tík sem er undan innfluttum tömdum foreldrum.



 Útlitið er ekki alveg eftir ræktunarmarkmiðunum en innrætið á að bæta það upp. Hárafarið verður svo lagað í afkvæmunum.

  Ég á eftir að velja nafn á litlu dömuna og óska því eftir góðum hugmyndum. Nafnið þarf að vera þjált, óalgengt og þarf að vera ólíkt  " Snilld " í framburði. Þeir sem hafa góða hugmynd en vilja ekki koma fram undir nafni, mega að sjálfsögðu gera það undir dulnefni eða í gegnum mailið.

 Nú stend ég frammi fyrir því vandamáli að hundakvótinn á heimilinu er sprunginn og fækkun framundan . Það er langtímavandamál sem örugglega mun leysast farsællega í fyllingu tímans.

  Svo er bara að láta sig hlakka til kennslunnar, því nú er ætlast til að hérna sé eitthvað efnilegra/skemmtilegra á ferðinni en vitleysingarnir sem maður hefur verið að
baslast með í gegnum tíðina.emoticon

 

Flettingar í dag: 1005
Gestir í dag: 347
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426070
Samtals gestir: 39261
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 03:51:13
clockhere