07.09.2008 19:23

Neyðarlínan og lítill afakútur.



  Það var um fjögurleytið í nótt sem hringt var frá Dalsmynni í neyðarlínuna. Þar sem tvö Dalsmynni eru á 311 svæðinu var tekið skýrt fram að um Dalsmynni í Eyja og Miklaholtshrepp væri að ræða.

  Niðurstaða samtalsins var sú að sjúkrabíll yrði sendur að Dalsmynni með hraði.

 Sjúkraflutningamennirnir fengu hins vegar báðir þau fyrirmæli við útkallið að fara að Dalsmynni í Norðurárdal???

  Hvað um það. Klukkan 16:05 í dag fæddist þeim Atla og Guðnýju lítill drengur og heilsast þeim báðum vel.  (Pabbinn nokkuð brattur líka) Þeim litla lá dálítið á að koma í heiminn því 4-5 vikur áttu að vera eftir af meðgöngunni. 

  En allt er gott sem endar vel.
Flettingar í dag: 1729
Gestir í dag: 108
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432657
Samtals gestir: 39911
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 07:22:35
clockhere