02.09.2008 21:10

Kýrnar og kvótaárið.




  Eftir að vera búin að framleiða beingreiðslulausa mjólk í um 3 mán. er gott að vera komin inn í nýtt kvótaár. Nú fer maður að eiga aftur fyrir salti á grautinn sem var orðinn ansi bragðdaufur.
  Þar sem kýrnar eru ekki látnar bera yfir sumarmánuðina stendur yfir dálítil burðartörn núna og næstu vikurnar. Þessar nýbornu fara ekki út meira, en haustbeitin er með skárra móti svo kúnum verður eitthvað beitt áfram ef tíðin verður skikkanleg.



    Kálfarnir una hag sínum vel í hálminum en einungis kvígurnar eru settar á.

                    Já þetta er dálítið bragðlaust eins og grauturinn húsbóndans.

     
En þó gott sé að komast inn í nýtt kvótaár hefði maður nú alveg þolað miklu lengra sumar.

  
Flettingar í dag: 290
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420290
Samtals gestir: 38296
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 08:14:54
clockhere