26.08.2008 23:15

!! Fjárhundasýningar !


  
 Það mun hafa verið á landbúnaðarsýningu í Reykjavíkinni í upphafi aldarinnar sem Smalahundafélagið  stóð fyrir mikilli kynningu og fjárhundasýningu af miklum myndarskap. Þar mættum við Skessa meðal annarra, blaut á bakvið eyrun í þeim málaflokki. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar( þrátt fyrir þurrkana í sumar) og sýningarnar tekið talsverðum stakkaskiptum hjá undirrituðum.

 Ég geri talsverðan greinarmun á innfæddum og útfæddum þegar sýning er sett upp í dag.  Aðkomumennirnir fá mun meira spjall um leitir og landbúnað yfirhöfuð og sýnandinn gerir sig nokkuð búralegan (sem er nú eðlislægt) með smalastaf og tilheyrandi. Ef enginn innfæddur er viðstaddur má svo gera ráð fyrir allskonar kryddi í umræðunni.
  Þar sem innfæddir þekkja nú orðið, margir til góðra smalahunda er lögð áhersla á dálítið ýkta framgöngu hundanna í sýningum fyrir þá. Smalastafnum er sleppt og sýnandinn gerir helst ekkert, nema opna hliðið á kindahólfinu svo hundurinn geti rekið úr því og loka því síðan að lokinni sýningu. Í báðum tilvikum eru þó í upphafi skýrðar út helstu skipanir og hvernig hundurinn á að vinna útfrá þeim. Þar sem ég er að sýna vinnuhundana mína set ég ekki upp þrautabrautir en sýni einfaldlega hvað vinnan gengur út á.

      Já er ekki rétt að opna hliðið og koma Vask í vinnuna?



 Og út skulu þær með góðu eða illu. (Fóru með góðu.)



  Kaffikrúsin í hægri hendi og hin í vasann því allt handapat er bannað.










   Þarna er verið að undirbúa skiptingu á hópnum sem gekk náttúrulega fyrirhafnalaust fyrir sig þrátt fyrir stafleysið.


          Svo þurfti að ná þeim saman á ný.



  Að lokum þurfti þó að leggja frá sér krúsina og taka hendina úr vasanum til að loka hliðinu.
  Vaskur taldi vissara að fylgja þeim inn svo þær stykkju ekki út hinu megin.

Ætli það sé svo ekki  tímabært að setja upp bindi og hafa eitthvað sterkara í krúsinni.

Athuga það næsta sumar.
Flettingar í dag: 2150
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433078
Samtals gestir: 39944
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 13:48:37
clockhere