11.08.2008 19:46

Byggþurrkun og gamlar syndir.

 
Það var árið 2005 sem við félagarnir sem stóðu að Yrkjum ehf. réðust í það að koma upp vandaðri byggþurrkun og skemmu við hana. Þetta hafðist um  sumarið og uppskeran var þurrkuð með stæl um haustið.


  Þegar þessum áfanga var náð voru menn orðnir dauðþreyttir á framkvæmdinni og hvor öðrum og nefndu það bara. Svo það var ekki fyrr en nú um helgina sem drifið var í að taka til á lóðinni og ganga frá henni (fyrir skjólbeltin).  Þetta tók sem sagt Einar ekki nema 3 ár að tuða í okkur að byrja nú á þessu. Seigur hann Einar.



  Atli mokaði á vagnana (nokkur hundruð) hjá Einari og Auðun.




 Ég er gjarnan settur í skítverkin (það þykir engum vænt um mig,) og neyddist til að hristast á ýtunni þessa tvo daga. Hinir dótafíklarnir voru hinsvegar hinir kátustu að koma dótinu í vinnu.
Tveir félaganna voru í löglegum forföllum , annar á íslendingadögum í Kanada, trúlega rallhálfur en hinn öldungis ódrukkinn í heyskap.
  Þessari " tiltekt" var svo slúttað með mikilli grillveislu á laugardagskvöldið. Hafi verið einhver áform um að fínpússa verkið á sunnudeginum varð ekki af því . Trúlega vegna ofáts á grilluðu lærunum sem voru hreint afbragð.


  
Það lítur svo vel út með uppskeruna( Vaskur er ekki lítill,) og fyrr en varir verður farið að þreskja og þurrka.

Flettingar í dag: 34
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 430962
Samtals gestir: 39809
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 00:31:01
clockhere