31.07.2008 23:03

Heyskapur.



  Atli Sveinn á fullri siglingu með Viconinn sem hefur ekki slegið feilpúst í sumar, eftir að skemmda beltið var lagfært. Yrkjar ehf. eiga Viconinn og er greitt fast gjald á rúllu.

 Það var ekki legið í leti í dag heldur drifið í plast, bæði há og hrossahey. Við feðgarnir sem eru manna rólegastir, komumst alltaf í mikið stuð þegar að heyskapnum kemur og þó hann sé alltaf (oftast) skemmtilegur er hluti af ánægjunni að hann skotgangi.
 Það var líka eins gott því 10 m. vindhraðinn sem spáð var í kvöld er orðinn eitthvað mikið meira  sem er velþekkt hér í ákveðinni átt.( En annars er náttúrulega oftast logn).


  Þessi Pöttinger múgavél er alveg tær snilld. Hægt er að lyfta ytri stjörnunni og minnka þar með vinnslubreiddina um helming. Þá er hægt að skjóta út stjörnunum og setja múgspjald milli þeirra. Þá koma tveir múgar. Og þó fyrirferðin sé mikil er lipurðin alveg ótrúleg því hjólin aftast á vélinni beygja með dráttarvélinni.  Og ef maður nennir að stilla hana sleikir hún túnin algjörlega.


 Ég var í rakstrinum og þar sem rúlluvélin takmarkar afköstin er mottóið að hafa múgana eins stóra og Viconinn þolir, til að minnka yfirferðina hjá henni. Sem gamall rúllunarmaður var mér farið að blöskra stærðin á múgunum í dag, en Atli hefur ekki kvartað enn. Og hrossaheyið sem átti að vera eftir uppskriftinni hennar Ransý var orðið nokkuð þurrt, þó því hefði ekki verið snúið. Fóðurgildið var hinsvegar orðið dapurt en þetta leit samt býsna vel út í plastinu.

  Svo þegar ég var að stinga mér í pottinn í kvöld hringdi Hallur í Sænautarseli og sagði að hjá sér væru staddir Þjóðverjar sem væru að leita að B.C. hvolpi til kaups. Aðspurður sagði hann að dóttur sín hefði fundið mig/hvolpana á netinu.Hvernig hún hefur farið að því er mér hulin ráðgáta.

  En þeir eru alltaf góðir Jökuldælingarnir hvort sem þeir eru að gera grín að mér eða öðrum.
Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418739
Samtals gestir: 38027
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 06:33:09
clockhere