27.07.2008 23:33

Bændareiðin.



  Það var lagt upp frá Miklholti um tvöleitið eftir þegnar veitingar þar. Við vorum tímalega fyrir fjöruna og menn slakir.
 Riðið var niður með Laxá í Stakkhamarsnes. Þaðan fjöruna vestur að Tröðum þar sem enn voru þegnar veitingar. Síðan var fjaran riðin til baka að Stakkhamri.




 Þetta voru um 100 manns sem allir komu heilir heim þrátt fyrir að nokkrir stigu af baki með öðrum hætti en ætlað var. Hér sést hluti hópsins staldra við meðan nælt er skeifu undir hana Kórinnu.



 Já, þetta er lífið og hreint ekki leiðinlegt.



        Á Stakkhamri beið okkar mikil veisla sem er eiginlega ólýsanleg.
Bændareiðin þetta árið var í boði hjónanna á Miðhrauni 1, Hrísdal og Vegamótum.
 Næsta ár kemur til kasta okkar syðst í sveitarfélaginu að gera eitthvað í málunum.
Þá reynir á breiðu bökin.

 Já og takk fyrir mig. (fleiri myndir í albúmi.)


Flettingar í dag: 2065
Gestir í dag: 121
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432993
Samtals gestir: 39924
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:07:53
clockhere