25.07.2008 21:20

Hvolpabú og bændareið.

    Sestir að í sumarbústaðnum. Þeim leist vel á hálminn en fannst dálítið heitt í dag.

 
Það var skrópað í girðingarvinnunni eftir hádegi í dag og komið upp gerði fyrir hvolpana, þó þeir séu aðeins um mánaðargamlir. Það er strax orðinn blæbrigðamunur á þeim og verður gaman að spá í þá næsta mánuðinn.

 Og þetta verður annasöm/erfið helgi hjá mér, bændareiðin á morgun og brúðkaup á sunnudaginn. (Ekki ég). Þar sem bændareiðin endar á Stakkhamri geri ég svo ráð fyrir að seinni fjaran á sunnudeginum/kvöldinu verði síðan notuð til að koma hestaflotanum heim.

  Það eru bókaðir yfir 100 manns í bændareiðina og þar sem riðnir verða um 35 km. má ætla að verði tveir hestar á mann. Þarna verður því mikill floti á ferðinni og greitt farið milli stoppa, því reiðleiðin er aldeilis frábær. (Sjá lýsingu á reiðtúr síðustu helgar.)

 En það er ljóst að bændur verði í nokkrum minnihluta þarna.

Flettingar í dag: 985
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431913
Samtals gestir: 39875
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 05:07:33
clockhere