10.07.2008 07:09

Hundasjó og heyskapur.

 

         Hversvegna er íslenska lambakjötið svona dýrt í Danmörku spurðu danirnir??

Það var staddur hjá mér 35 manna hópur af dönskum ferðamönnum og eftir að Vaskur hafði leikið fyrir þá listir sínar, endaði heimsóknin i nærri klukkutíma spjalli.
 Spurningin kom eftir að ég hafði haldið yfir þeim tölu um frjálsræðið á kindunum yfir sumarið,  uppi á fjöllum. Þar gengi það sumarlangt algjörlega laust við eftirlit og lyfjagjafir öfugt við fé í Evrópu og Nýja Sjálandi!!!  Ég ætla svo ekkert að upplýsa ykkur nánar um hvernig ævintýralegum smalamennskunum var lýst!

       Gædinn  með hópinn,dani sem talaði reiprennandi íslensku, kom með álíka hóp til mín í fyrra. Þá urðu miklar umræður um það hvort heilu fjöllin gætu virkilega verið í eigu einstakra bænda. Nokkrar ungar konur í hópnum trúðu því ekki. Reyndar vissi ein þeirra til þess að ríkið væri reyndar að koma skikk á hlutina og taka fjöllin og hálendið til sín hvort sem bændunum líkaði betur eða verr.
  Heimsókninni lauk svo með því að ég ætlaði að sýnu yngstu dönunum hvolpana mína en þeir eldri létu ekki hafa það af sér og endaði þetta því með sýningu á allri ættinni.
 Það var stafalogn og kvöldsólin var á síðustu metrunum. Gædinn heldur örugglega að svona séu kvöldin á Nesinu, því þetta var alveg eins í fyrra.

 Það er ekkert lát á þurrkunum og grasinu/heyinu var komið í plast, vel þurru eftir sólarhring án þess að vera nokkurntímann snúið. Aðeins múgað nokkrum klukkutímum fyrir rúllun sem dugði til þess að fersku tuggurnar þornuðu . Rúllurnar voru svo drifnar heim því það er allskonar brambolt  framundan næstu dagana.

   Já það mætti alveg rigna í nokkra daga.

 

 

Flettingar í dag: 2730
Gestir í dag: 519
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427795
Samtals gestir: 39433
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 14:58:47
clockhere