07.07.2008 21:44

Landsmót og rolluhey!

 
  Það má segja að við hefðum náð í reykinn af réttunum þessa tvo dagparta(og eina nótt) sem dvalið var á landsmóti. Þetta var auðvitað veisla allan tímann. Það t.d. eftirminnilegt að sjá Ingunni litlu á Dýrfinnustöðum sýna stóðhestinn sinn, hann Hágang með afkvæmunum. Það lá ekki við að hún gæti séð yfir hausinn á honum þegar hann óð með hana á flugtölti eftir vellinum. Það var líka skemmtilegt að sveitungi minn hún Guðný Margrét skyldi standa sig svona vel í barnakeppninni.
  Það urðu svo miklir fagnaðarfundir þegar við hittum þarna næstum alla Hornfirðingana sem höfðu verið að lóðsa okkur um  A -Skaftafellssýsluna í sleppitúrnum. Já maður var endalaust að rekast á einhverja kunningja af öllum landshornum.

 Í morgun var svo farið að slá restina af fyrri slætti. Þetta verður  rolluheyið  sem gefið verður um miðjan veturinn.Það er vonandi orðið hæfilega úr sér sprottið svo rollurnar springi ekki alveg. Þetta voru um 4 ha. hér heima og  8 ha . í Seli.

  Þá er eftir að heyja fyrir Hestamiðstöðina og ekki má það hey verða of orkumikið því offita er orðið stóra vandamálið í hestamennskunni.

 Það var svo ekkert vinnuveður í dag,  logn, sól og tuttugu stiga hita.
 

Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 745
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 421122
Samtals gestir: 38407
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 21:48:59
clockhere