26.06.2008 00:33

Þurrkurinn,landvættir og sauðfjárrækt.


  Það var þessi fíni þurrkur í allan dag. Það tók hinsvegar verulega á taugarnar að það voru hellidembur bæði fyrir sunnan mig og vestan. Ég hafði mun meiri áhyggjur af skúrunum fyrir sunnan mig enda nálguðust þeir stundum ískyggilega Vesturbakkann.
  Landvættir okkar vesturbakkamanna hafa trúlega haldið hlífiskildi yfir okkur Jóni í Kolviðarnesi sem átti mun meira undir en ég. Spurning hvort hægt væri að fá þá
( landvættina) til að verja Vesturbakkann fyrir rollum þeirra Austurbakkamanna sem eru hér til óþurftar á ökrum og túnum . Þessar rollur eru örugglega sér ræktunarlína  með mjög öflugan þrjóskuglampa í augum og þær sem best hefur tekist til með, koma alls ekki til byggða í hefðbundnum leitum heldur  er verið að tína þær  niður fram eftir vetri. Já þeir eru ótrúlega lunknir í fjárræktinni vinir mínir á Austurbakkanum .
 Við Halla Sif fórum síðan í verslunarleiðangur í Borgó því Aðalstjórinn hér er farin í fimm daga gönguferð um Lónsöræfi og geri aðrir/ar betur .Þetta er trúlega hennar sleppitúr. Enda var verslað vel inn því nú er dekurvika framundan .

  Og er svo ekki einhversstaðar landsmót í framhaldinu??
 
Flettingar í dag: 2543
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430522
Samtals gestir: 39779
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:33:10
clockhere