24.06.2008 23:22

Sláttur og stóðhestar.

                         Funi Parkersson er tveggja vetra.


  Sláttuvélarnar voru teknar fram í dag og rifnir niður 12 ha. sem er næstum því restin af fyrri slætti fyrir kýrnar.  Það hefði ekki mátt dragast lengur að slá það. Restin er 7 ha. vallarfoxtún sem er ekki komið að skriði enn. Það verður ekki slegið aftur og fær því að bíða í lengstu lög.
    Það stóðst á endum þegar slætti lauk um tvö leitið gerði þvílíkt skýfall/haglél  að annað eins hefur ekki sést hér í óratíma. Gamli veðurspámaðurinn stóð bara og gapti í forundran. Látum vera að veðurfræðingar spái tómu rugli en að ég sæi þetta ekki fyrir er ófyrirgefanlegt. Það var hinsvegar betra að fá ofaní nýslegið en fullþurrt og rúllunin á fimmtudag stendur óhögguð.
 Það var síðan farið með Funa í girðingu að Minni Borg þar sem hann verður í sumar.
Hann er orðinn eins og fjögurra v. hestur að stærð og var alveg rosalegur þegar hann óð í kringum merarnar,  alveg með réttu taktana.
 
  Nú þegar mesta stressinu er að ljúka, verður hægt að fara að sinna hestum og hundum af einhverju viti.

Eins og ágætur granni minn segir," skipuleggja nú hlutina Svanur minn".
 
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 863
Gestir í gær: 52
Samtals flettingar: 422251
Samtals gestir: 38489
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 16:53:26
clockhere