18.06.2008 20:21

Kýrnar út . Bangsi???

                 Ekki bangsi.Bara hún Emilía að hefja sig til flugs. (Sjá myndir í albúmi.)


  Hvernig er það með þessa heimasíðu, Er ekkert skrifað þar nema um hunda og hross spurði yngri bóndinn og reyndi að gera sig eins önugan í málrómnum og hann mögulega gat.

         Kýrnar eru náttúrulega löngu komnar út þó að þær fái enn  hey að éta eins og þær mögulega geta. Rýgresið sem komst ekki nógu snemma í jörðina í vor,þökk sé bygginu er dálítið langt frá því að gleðja munn þeirra og maga en það er þó á réttri leið.
         Búið að slá hér heima það sem borið verður á aftur og verður það rúllað á morgun. Vallarfoxið hefði þolað nokkurra daga sprettu í viðbót en ekki marga.
 Og stefnt er að því að fara langleiðina með grenjavinnsluna um helgina en þar er það bóndinn sem ákvarðar en tilviljunin og tófan sem ræður. 

  Og bangsi no.2 ákvað að stíga á land og nú voru engin mistök gerð . "Kaffielítan" og þau hin sem elska dýrin og náttúruna öðrum fremur og vita nákvæmlega hvernig þetta virkar alltsaman eru dálítið hrygg yfir málalokum en þessum 5- 10 millj. sem aflífunina kostaði var náttúrulega  ágætlega varið. Það sem bjargaði deginum endanlega hjá mér, var þó kassinn sem settur var uppí fraktflugvél úti í Kaupin. og fluttur til Akureyrar. Það hefði örugglega tekið tvo smiði á Króknum 6- 8 klukkutíma að reka saman svona kassa og staðfesti endanlega hve veruleikafirringin er alger þegar fjölmiðladansinn er stiginn af fullum þunga. Svo er það spurning hvort rétti sótthreinsistimillinn hafi verið kominn á græjuna við lendingu??
 Þegar bangsi no. 3 kemur verða menn reynslunni ríkari og hafa nokkur varðskip fyrir utan til að stugga dýrinu aftur  í land.
  Þá sleppur Björgólfur ekki við að taka upp veskið.

Flettingar í dag: 2205
Gestir í dag: 159
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433133
Samtals gestir: 39962
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 16:27:48
clockhere