04.06.2008 20:05

Bangsi. Þokan, grimmd eða heilbrigð skynsemi??

Dýraverndin er inni í dag sem er gott mál. Í þessari bangsaumræðu allri þótti mér áhugavert viðtalið í dag, við ráðgjafa umhverfisstofnunar ,dýralækninn sem upplýsti það að reyndar væri til viðbragðsáætlun  við komu bjarndýra hingað. Ekki frágengin en gengi einfaldlega út á það að aflífa dýrið. Hann rökstuddi þetta ágætlega,m.a. með því að takmarkaðar veiðar væru leyfðar  og verslun með kjötið leyfð o.sv.frv.. Ekki væri verjandi af öryggisástæðum að nálgast dýrið með deyfibyssu nema úr lofti o.sv.frv.
 Kolleki hans á austfjörðum sem  mér skyldist að hefði einn ísl. sótt námskeið í notkun deyfibyssa, átti eina slíka og svæfingalyf sem hefðu dugað í verkið sá hins vegar enga annmarka á því að nálgast Bangsa kallinn uppi á fjöllum og svæfa hann í rólegheitum. Fréttamaðurinn spurði hann ekki að því hversu stutt/langt færi hann þyrfti til að hitta og því síður hversu fljótur hann væri að hlaupa ef hann hitti ekki, en mér fannst nú þessar spurningar, sérstaklega sú seinni, vera grundvallaratriði í málinu. Ég er ekki frá því að þetta sé kannski sami dýralæknirinn sem sá ásæðu til að leita uppi fréttamenn til að tjá sig um minkasíuna .
 Það er minkagildra sem liggur í kafi í vatni,minkarnir fara inní hana, komast ekki út og drukkna. Þetta þótti honum grimmdarlegur dauðdagi og ekki mönnum sæmandi. 
  Mér varð hugsað til hundaveiðanna þar sem eltingaleikurinn með uppgreftri og allskonar uppákomur taka oft einhverja klukkutíma með tilheyrandi skelfingum fyrir veiðidýrið. Ég tala nú ekki um fótbogana sem ótrúlega margir nota enn þrátt fyrir að komnar séu gildrur sem steindrepa dýrið fljótt og örugglega( glefsurnar). Kaffielítan (eins og einhver ágætur útvarpshlustandi komst að orði) lítur að sjálfsögðu framhjá
öllum smáatriðum þegar þarf að tjá sig um dýravernd og almenna umgengni um náttúruna.

     Já,  svo er sleppitúrinn að bresta á, en um hádegi á morgun verða hestaflutningatækin  lestuð og lagt af stað að Stafafelli í Lóni.   Og það er óvíst að verði kveikt á símanum ef hann verður þá  tekinn með??.  Hafið það svo gott á meðan og framvegis.   
Flettingar í dag: 2081
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433009
Samtals gestir: 39928
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:58:51
clockhere