03.06.2008 00:00

Hvolpar og kindur.



                                    Rétti liturinn og trúlega allir þrílitir í þokkabót.
              Það standa öflugar ættir að þessum krílum. Móðirin undan Kát á Bergi, sem er að gefa afbragðs smalahunda, og faðirinn undan Skessu og Tígli margföldum Íslandsmeisturum í fjárhundakeppnum.

  Getur þú ekki geymt Mýru fyrir okkur í nótt, við erum að fara með hross í bæinn í kynbótadóm spurði dóttir mín kæruleysisleg í röddinni. Ekkert mál sagði ég, á leiðinni út á hestbak,  settu hana í endabúrið. Um leið og ég var að loka dyrunum bætti dóttirin við, það gæti svo aðeins verið að hún gyti í nótt!!...  Og kl rúmlega 11(23) kom fyrsti hvolpurinn og sá áttundi kom um níuleytið í morgun.  Ég ætla nú ekkert að leggja mat á þessi hvolpaskoffín en liturinn á þeim er fínn . Sumir eru meir að segja hreinkjömmóttir eins og góðir B C. eiga að vera. Pabbinn hann Skrámur frá Dalsmynni er dálítið glannalegur á litinn ,það erfðist ekki hér, en tilvonandi eigenda vegna vona ég að hvolparnir sæki sem mest í hann að öðru leiti. Enda finnst mér stundum að amman komi sterkar fram í barnabörnunum en afkvæmunum.

  Nú eru kindurnar allar komnar út nema tvær .Önnur bar í kvöld en það er vika í hina.
Tvílembdu gemlingarnir og flestar þrílemburnar eru á vakki hér í kring því ekki þótti þorandi að sleppa þeim í sollinn neðan vegar strax. Nokkrar eru komnar í fjallið .Þær láta sig hverfa inneftir sem er góðs viti. Þessar neðan vegar eru orðnar órólegar þrátt fyrir lúxus beitilönd.  Þær eru farnar að leita upp að hliði  og láta sig greinilega dreyma um eitthvað annað en flatlendið. Bóndinn hefur fullan skilning á því, en ætlar að bíða í nokkra daga enn með að gefa húsfreyjunni upprekstrarleyfi. Þegar það er fengið fer hún að dunda við það að koma þeim í smáhópum uppeftir.

   Og það er ljóst að gistinæturnar hennar Mýru verða fleiri en ein. 
Flettingar í dag: 2086
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433014
Samtals gestir: 39929
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:23:30
clockhere