01.06.2008 09:32

Skólaslit í Laugargerði.



                    Þessir vinir mínir,Tumi í Mýrdal og Þórður í Laugargerði slógu í gegn á skólaslitunum.

Laugargerðisskóla var slitið með pompi og prakt í gær. Nýi skólastjórinn okkar , Kristín Björk stjórnaði þessu af mikilli röggsemi. Þarna voru m.a. mætt, fyrsti skólastjórinn ,  Sigurður Helgason og hún Jóhanna, sem vegna veikinda þurfti að hætta skólastjórn síðastliðið sumar mætti hin hressasta.
  Þau voru síðan 9 sem mættu úr hópnum sem útskrifaðist fyrir 40 árum og rifjuðu upp gamlar minningar sem eru auðvitað bara góðar eftir  þennan tíma. Sigurður leiddi okkur síðan inn í fyrstu ár skólans með um 130 nem. Þá var heimavist við lýði og nemendahópnum skipt upp í þriggja vikna tímabil . Þrjár vikur í skóla,þrjár vikur heima.

 Það er alltaf gaman að komast innan um svona ungmenna og barnahóp hvort sem er á árshátíðum eða skólaslitum og maður fyllist bjartsýni á framtíðina. Við Kolbrún Katla áttum þarna góða stund sem var síðan toppuð með kökunum hennar Áslaugar matráðskonu.

   Það er svo komið inn myndaalbúm með sýnishornum (teknum af Sig.Jóns.) af ræktunarstarfinu (mannræktinni) sem er í gangi hér á suðaustanverðu nesinu.
 
Flettingar í dag: 866
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 431794
Samtals gestir: 39871
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:45:42
clockhere