19.05.2008 04:58

Hann Funi frá Dalsmynni.

           
         Funi er tveggja vetra undan Von frá Söðulsholti (mf. Adam frá Meðafelli) og Parker frá Sólheimum. Þegar við Árni
( fyrrv.eig.Parkers) voru sveitungar og vinir í gamla daga gengu flest uppátækin hjá okkur upp. Það lítur ekki illa út með árangurinn af því þegar  við lögðum saman í púkk í hrossaræktinni. 
Þó ótrúlegt sé er enn laust undir Funa fyrir 2-3 hryssur( af 10.) í sumar
. (Fleiri myndir í albúmi.)

        Það er eitthvað að honum Funa sagði dóttirin í símanum og var dálítið áhyggjufull í röddinni.  Þó mér stæði málið nærri, finnst mér stundum vont þegar ég, á kafi í dagsins önnum, með slatta af vandamálum á bakinu þarf að taka inná mig einhver viðbótarvandamál. Þó ég afgreiði ekki málin að hætti Rómakeisara í den, verð ég stundum önungur til að byrja með. Dóttirin sem er alin upp við önugleika föðursins hélt þó ótrauð áfram og sagði að það væri komin gráleit slikja yfir annað augað á folanum og rynni mikið úr því. Ég veit ekki hvernig goðafræðin kom í hugann við þessi tíðindi en ósjálfrátt fór ég að velta fyrir mér hvort það hefði verið Óðinn eða áttfætti klárinn hans sem var blindur á öðru auga. Þar sem ég taldi ólíklegt að dóttirin hefði svar við þeirri spurningu, spurði ég hvort hún sæi einhverja áverka á eða við augað.Svo var ekki og þar sem hún hefur nokkurt álit á sjúkdómsþekkingu gamla mannsins, kvað ég uppúr með það, að skella ætti penicillíni í folann og ég myndi svo hringja í Rúnar (dýralækni) þegar ég kæmist í morgunkaffið. Áður en kom að því lágu fyrir frekari upplýsingar. Það væri lítið gat á hornhimnu augans og gráa slikjan væri útfrá því. Rúnari þótti þetta lítilvægt, ráðlagði meðferðina næstu dagana og eftir að ég hafði lagt nokkuð að honum staðfesti hann pencillínið í vöðva" svona til öryggis" þegar ég svo birtist í hesthúsinu með penicillinlyfið í augað lagði ég á herslu á, að það hefði verið hárrétt ákvörðun með sprautunina í upphafi og ætti að endurtaka hana á morgun.

    Ég held svo að mín heittelskaða hafi sannfærst um að ég væri endanlega kominn yfirum, þegar ég spurði uppúr einsmanns hljóði yfir kvöldmatnum hvernig það hefði verið með þá Óðinn og  Sleipni, hvor þeirra hefði verið blindur á öðru auga.
Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420720
Samtals gestir: 38354
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 22:35:51
clockhere