27.04.2008 23:06

Nú andar suðrið sæla!!!!!

   Já kuldagallinn er aftur  kominn á sinn stað í fatahenginu og allt orðið aftur eins og það á að vera hér á Nesinu á þessum árstíma.. Þar sem Hestamiðstöðvarfólkið fór í Skagafjörðinn um helgina,annarsvegar til að vita hvort þar væru enn til nothæfir hestar  og hinsvegar( trúlega) til að kanna hvort einhverjir gætu sungið þrátt fyrir áburðarverðshækkanir og aðra óáran, var ég settur hestahirðir um helgina. Það var létt verk og löðurmannlegt að gefa þessum 30 og eitthvað hrossum með þessa aðstöðu enda ekkert gert annað þar neðra .

  Það var síðan rennt á akrana og skoðuð frostalögin því nú vilja menn að fari að styttast í sáningu. Á flestum ökrunum var um 10 cm.+  niður á klakaskánina sem er misþykk. Nokkur stykki voru samt orðin klakalaus að mestu. Þar höfðu hálmstönglarnir sem stóðu eftir þreskinguna verið í lengra lagi ,safnað í sig snjó og frostið ekki farið eins niður. Þannig að á morgun verður vendiplógurinn settur við og málin könnuð frekar.
 Á túnunum sem tekin verða í endurræktun virtist klakinn hinsvegar eilítið þykkari.

  Ég stóðst svo ekki freistinguna og laumaðist með Týra í nokkrar kindur þó hann sé ekki alveg tilbúinn í það.
Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418949
Samtals gestir: 38072
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:26:38
clockhere