23.04.2008 23:31

Fréttir og mótmæli.

 Ég hef alltaf verið forfallinn fréttafíkill. Það er nú ekki svo rosalega langt síðan menn bjuggu við örfáa fréttatíma á sólarhring á gufunni og Tíminn barst ekki í sveitina fyrr en mörgum dögum eftir útgáfuna. Þegar sjónvarpsfréttirnar urðu til var búskapurinn stilltur inn á fréttatímann sem var heilög stund. Nú eru breyttir tímar,glænýar fréttir dynja á manni allan sólarhringinn og þegar fréttastjóri RUV ákvað að á sínum tíma gefa skít í kúabændur og færa fréttatímann fram til kl. 19 gaf ég skít í sjónvarpsfréttirnar . Þó ég komi stundum inn um það leiti sem fréttirnar byrja er alveg undir hælinn lagt að ég nenni að horfa á þær. Alla tíð hef ég samt að upplifað það öðru hvoru að mér finnst fréttamennirnir ekki spyrja réttu spurninganna.       Yfirstandandi bílstjóradeila er skólabókardæmi um það. Að mati flestra snýst hún um olíuverð og skatta sem hún gerir að hluta. Deilan snýst þó að mínu mati fyrst og fremst um reglugerðafarganið sem þessir aðilar búa við og framkvæmdina á því , þó gjörsamlega hafi mistekist að koma því til skila..Enginn minnist á að þessir mótmælendur vinna mest eftir útboðum. Þar ættu þeir að ná inn kostnaðarhækkunum en þeir lifa í hörðum heimi nú um stundir eftir góðærið.
 Það virðist undantekningarlaust vera þannig þegar blýantsnagarar ráðuneytanna fara að snara EFTA ruglinu yfir á íslensku , að það er ekki nóg með að bætt sé við í reglugerðaruglinu sem eru nógu slæmt fyrir, heldur er hreinlega búið til eitthvað aukakjaftæði sem einhverjum ráðuneytisstjóra fellur vel í geð. Nú er til dæmis verið að breyta öllu dýralækniskerfinu hér með nákvæmlega þessum hætti. Það er ekki nóg með að þjónustan muni verða margfalt dýrari heldur mun dýralæknaþjónusta trúlega leggjast af í  jaðarbyggðunum.

  Ég vil svo þakka ykkur sem hafið verið að slæðast inná  heimasíðuna mína veturinn, og vona að sumarið megi verða ykkur gott og gjöfult.
Flettingar í dag: 1405
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 432333
Samtals gestir: 39901
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 06:14:41
clockhere