16.04.2008 00:09

á fullum sving.

  Hér var allt á fullum sving í dag/gær . Yngri bóndinn fór í mykjudreifinguna en sá eldri í mjaltirnar og gegningarnar. Það að vera með 15 tonna dreifara er bylting í afköstum frá 5 tonna dæminu því mesti tíminn fer í millikeyrslurnar..  Byrjað var á nýræktunum og það var akkúrat mátuleg frostskán til að koma í veg fyrir allar skemmdir. Aðalhaughúsið verður líklega tæmt á morgun  en þá er eftir að hræra upp í því gamla og dreifa því. Notalegt að sjá túnin dökkna hvert á fætur öðru og ekki skemmir að vestangolan sér til þess að mengunarvaldurinn sleppur við peningalyktina.  Og Kolbrún Katla kom í fjósið með afa og ömmu. Sjái hún afann í drullugallanum heimtar hún að komast út og ef amman er komin í gallann sinn,  þá þekki ég engan sem getur komið í veg fyrir að hún sláist með í för.

Það var síðan afgreitt bygg á sturtuvagn og ásamt hreppstjóranum,  tekið á móti tugum tonna af byggfræi á akrana í Eyjarhreppnum sáluga og dagurinn endaði síðan með hreppsnefndarfundi. (Sem eru alltaf rosalega mikilvægir.) Svo er verið að segja að það sé aldrei neitt að gera í sveitinni.
Flettingar í dag: 2581
Gestir í dag: 184
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433509
Samtals gestir: 39987
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 21:30:08
clockhere