14.04.2008 23:24

Allt á áætlun.

  Það bjargaði deginum gjörsamlega þegar Jón í Kolviðarnesi hringdi í hádeginu og kvaðst ætla að drífa í að valsa 10 tonn af byggi. Það er nefninlega þannig með blessað byggið að á annríkistímum tekur stundum í, að gera það klárt og afhenda það. Ég gat því klárað að hræra upp í haughúsinu. Reyndar er fyrsta hræring ekki fullkomin frekar en sitthvað fleira sem ég geri. Haughúsið er fyrrverandi vélgengur fjárhúskjallari og það er ákaflega ríkt í okkur hér sem og mörgum bændum þessa lands að gjörnýta allt haughúspláss til hins ýtrasta. Þegar mykjan er komin uppundir burðarbitana (2.5 m) er takmarkað hvað dælan hrærir frá sér þrátt fyrir að dótið sé öflugt sem notað er. Dreifarinn kemur í kvöld og dreifing hefst í fyrramáli. Spurningin er sú hvað hlýnar hratt næstu dagana því frostskánin er ekki þykk. En þetta er allavega allt á áætlun og magasýrurnar í lagi í augnablikinu. Ég gat meira að segja tekið smá aríu með hundana og nýi nemandinn sem fór nú í annað sinn í kindur á lífsleiðinni(held ég) er bráðefnileg þó hún sé örari en systirin sem er tær snilld.

      Já og Árni kaupamaður og Elva fá hjartanlegar hamingjuóskir úr sveitinni með litla kútinn. Hér verður trúlega að fara að stækka búið svo eitthvað verði að gera fyrir væntanlega kaupamenn.
Flettingar í dag: 2233
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 288
Samtals flettingar: 433161
Samtals gestir: 39971
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:36:53
clockhere