08.04.2008 23:07

Nú er hann enn að norðan.


  Norðan blásturinn var ansi napur í dag tók vel í þar sem ég var að þvælast á fjórhjólinu  niður með Laxá og síðan austur fjöruna. Ég gat ekki stillt mig um að kíkja aðeins á tvö gren sem voru þarna í leiðinni og það hafði greinilega stungið sér tófa nokkrum sinnum í  vetur, inn í annað þeirra. Annars var deginum varið í að hræra upp í haughúsi því nú á allt að fara að gerast. Það er tveggja daga prógramm að hræra upp og síðan er 15 tonna mykjudreifari tekinn á leigu til að drífa mykjuna á túnin. Nú á að prufa að skella mykju á einhverja byggakra og sjá hvað gerist. Til að koma taði, hálmskít og skeljasandi á akrana er  tekinn á leigu fjölnota Sampson dreifari.
 Svo eru fundirnir  sem fylgja aprílmánuði að bresta á hver á fætur öðrum. Þó ég reyni að "gleyma" eins mörgum og ég get eru samt þó nokkrir sem ég vil ekki sleppa og aðrir sem ég verð að mæta á nauðugur viljugur. Ég held því þó afdráttarlaust fram að 90 og eitthvað % af þessum fundum skili ekki neinu og séu hrein tímasóun.. Það er nefninlega þannig að ég hef alltaf dálitla þörf fyrir að ganga fram af fólki. Það er þó alltaf að lagast með aldrinum.(Held ég.)
 
 
Flettingar í dag: 314
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 420314
Samtals gestir: 38300
Tölur uppfærðar: 29.4.2024 09:35:36
clockhere